Stórflutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í dag hefur orðið fyrir skemmdum og sjór flætt inn í jafnvægistanka skipsins. Aðstæður á vettvangi eru góðar en Landhelgisgæslan hyggst ekki ráðast í björgunaraðgerðir fyrr en í fyrsta lagi á morgun.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að svo virðist sem engin olía sé í námunda við skipið og er því talið að enginn leki hafi komið að tönkum sem hafa að geyma olíu.
„Aftur á móti virðist hugsanlega einhver sjór vera kominn inn í tanka sem hafa ekki að geyma olíu,“ segir Ásgeir.
Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, þjónustuaðila skipsins hér á landi, staðfestir í samtali við mbl.is að skipið hafi orðið fyrir skemmdum og að sjór hafi flætt inn í jafnvægistanka fremst í skipinu.
„Það er kominn einhver sjór inn í svokallaða „ballast“ tanka sem eru tómir. Olíutankarnir eru í skipinu aftanverðu og þar eru engin merki um olíuleka,“ segir Garðar.
Hann segir tæp 200 tonn vera af gasolíu í skipinu.
„Þetta er svokölluð „Marine Gas Oil“, þetta er innan gæsalappa góð olía en ekki þessi ljóta svartolía,“ segir hann.
Garðar segir að Wilson skipafélagið í Bergen í Noregi vinni nú að tryggingar- og björgunarþættinum og að aðilar málsins vinni saman að framvindunni.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, eru aðstæður á vettvangi góðar.
„Bæði er björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar komið á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar. Stýrimaður Landhelgisgæslunnar, það er að segja sigmaðurinn, fór um borð í skipið áðan og þar er áhöfnin í góðu yfirlæti.“
Hann segir meginþungann í aðgerðinni snúa að því að vernda umhverfið.
„Öllu verður farið með gát og búið er að óska þess að olíuvarnargirðing verði send til Hólmavíkur og þá verður þyrla gæslunnar til taks. Þá er stutt í að varðskipið Freyja komi á staðinn.
Í ljósi aðstæðna og í ljósi þess að veður er gott á svæðinu gerum við ekki ráð fyrir að ráðast í neinar aðgerðir sem snúa að björgun skipsins fyrr en í fyrsta lagi klukkan níu í fyrramálið á flóði til þess að tryggja að umhverfið verði ekki fyrir skaða,“ segir hann.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 387,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 197,98 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 121,39 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 387,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 197,98 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 121,39 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |