Wilson Skaw fer ekki af strandstað næstu daga

Wilson Skaw er sagt fast á botni og ekki unnt …
Wilson Skaw er sagt fast á botni og ekki unnt að færa það fyrr en búið er að afferma það. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ekki er talið unnt að losa flutningsakipið Wilson Skaw af strandstað á Húnaflóa fyrr en búið er að afferma skipið. Þykir því ljóst að skipið standi óhreyft í einhvern tíma, jafnvel fleiri daga.

„Skipið er einfaldlega pikkfast. Það situr á 50 metra kafla á botninum. Það eru tæplega tvö þúsund tonn af salti um borð og 135 tonn af olíu. Við metum stöðuna þannig að ekki sé hægt að hreyfa skipið fyrr en þessi farmur sé farinn frá borði,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Norska flutn­inga­skipið, Wil­son Skaw, strandaði við Enn­is­höfða á Húna­flóa í gær þegar skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólma­vík­ur.

Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun, Samgöngustofa og Landsbjörg funduðu í dag og var á fundinum greint frá aðstæðum á vettvangi og mati stofnunarinnar um að afferma þyrfti skipið áður en reynt yrði að koma því af strandstað, en kafarar séraðgerðarsveitar Landhelgisgæslunnar köfuðu að botni skipsins í gær.

Boltinn hjá skipafélaginu

„Þar sem engin yfirvofandi hætta er til staðar og spár gera ráð fyrir góðu veðri næstu daga, kveða lög á um að útgerð hafi tíma til þess að útbúa björgunaráætlun og eru næstu skref því hjá útgerð skipsins. Það er alveg ljóst að skipið er ekki á leiðinni af strandstað á næstu dögum,“ segir Ásgeir.

Hann segir það vera lán í óláni að veðuraðstæður séu eins góðar og raun ber vitni og er vonast til að ábyrgðaraðili skipsins nýti sér þá daga sem nú gefast til að finna leiðir til að afferma skipið.

Landhelgisgæslan verður enn til staðar til að grípa inn í ef brýn þörf krefur. Ekki hefur greinst olíuleki úr skipinu en í varúðarskyni var sett út varnargirðing í kringum skipið í morgun. Fulltrúi Umhverfisstofnunar mætti svæðið í morgun og steig um borð í varðskipið Freyju.

Varnargirðingin var sett út í varúðarskyni vegna mögulegs olíuleka úr …
Varnargirðingin var sett út í varúðarskyni vegna mögulegs olíuleka úr Wilson Skaw. Engin olía hefur verið greind í sjó sem stendur. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.466 kg
Þorskur 2.322 kg
Keila 13 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.821 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.466 kg
Þorskur 2.322 kg
Keila 13 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.821 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg

Skoða allar landanir »