Björgunaráætlun liggur enn ekki fyrir

Wilson skaw strandaði á Húnaflóa á þriðjudag.
Wilson skaw strandaði á Húnaflóa á þriðjudag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan hefur enn ekki fengið að sjá endanlega áætlun um losun flutningaskipsins Wilson Skaw af strandstað á Húnaflóa. Björgunaráætlun mun að öllum líkindum liggja fyrir á morgun að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Wilson hefur verið pikkfast á Húnaflóa síðan á þriðjudag. Það er ekki búið að hefja nokkurar björgunaraðgerðir og ekki hefur áhöfnin verið flutt í land enda hefur veðurfar verið afar gott.

„Í rauninni eru engar beinar aðgerðir hafnar og hefjast ekki fyrr en þessi áætlun liggur fyrir,“ segir Ásgeir.

Um borð eru um 2 þúsund tonn af salti og um 195 tonn af olíu. Ásgeir segir að björgunaráætlun muni snúast að miklu leyti um hvernig eða hvort fjarlæga eigi varninginn af skipinu.

SMIT um borð

Fulltrúar björgunarfélagins SMIT Salvage, sem fengnir voru til þess að gera björgunaráætlunina, lentu á landinu síðdegis í gær. Fulltrúarnir voru ferjaðir um borð í Wilson Skaw í dag af áhöfn varðskipsins Freyju en varðskipið hefur verið tiltækt á svæðinu síðustu daga.

Ásgeir segir það sem mestu máli skipti sé það að vandað sé til verka í slíkum björgunaraðgerðum. „Þetta er í raun og veru bara eðlilegur tími sem tekur að setja saman svona björgunaráætlun,“ segir hann að lokum.

Varnargirðingin var sett út í varúðarskyni vegna mögulegs olíuleka úr …
Varnargirðingin var sett út í varúðarskyni vegna mögulegs olíuleka úr Wilson Skaw. Engin olía hefur verið greind í sjó sem stendur. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.466 kg
Þorskur 2.322 kg
Keila 13 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.821 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.466 kg
Þorskur 2.322 kg
Keila 13 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.821 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg

Skoða allar landanir »