Framkvæmdir eru að hefjast við nýjan hafnarbakka við aðalhafnargarð Akraneshafnar, sem er helsta mannvirki hafnarinnar.
Jafnframt verður höfnin dýpkuð og snúningssvæði skipa stækkað. Þegar verkinu lýkur árið 2024 mun það gjörbreyta höfninni til hins betra. Höfnin verði skjólbetri fyrir skip og báta. Ennfremur verður þá hægt að taka á móti stærri skemmtiferðaskipum en hingað til og eru skip þegar byrjuð að bóka viðlegu við kantinn. Kostnaður við verkið er rúmur milljarður króna.
Til að bæta aðgengi fyrir fiskiskip, farþegaskip og önnur þau skip sem höfnin á Akranesi þjónustar ákvað stjórn Faxaflóahafna að ráðast í þá framkvæmd að lengja ytri hluta aðalhafnargarðsins um 120 metra. Heildarlengd þess hluta bakkans verður þá 220 metrar að framkvæmdum loknum.
Stækkunin muni bæta aðstöðu fyrir fiskiskip og stærri skip sem sækja auðlindir á hafi. Tækifæri samhliða stækkun sé að sækja á fengsæl mið í botnfiski eða uppsjávarfiski. Einnig liggi möguleikar í fengsælum miðum grjótkrabba í Faxaflóa eða styðja við ný verkefni í loftslagstengdri ræktun á sjávargrænmeti og kræklinga- eða ostruræktun.
Jafnframt muni stækkun gera millistórum farþegaskipum kleift að leggjast að bryggju á Akranesi og þannig bjóða farþegum skipanna að upplifa það sem Akranes og nærumhverfi hefur upp á að bjóða, t.d. Guðlaugu við Langasand, vitasvæðið á Breið, Byggðasafnið í Görðum og frábæran golfvöll.
Umfjöllunina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 2.2.25 | 611,23 kr/kg |
Þorskur, slægður | 2.2.25 | 624,56 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 2.2.25 | 413,36 kr/kg |
Ýsa, slægð | 2.2.25 | 337,16 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 2.2.25 | 275,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 2.2.25 | 265,60 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 2.2.25 | 167,81 kr/kg |
1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 563 kg |
Ýsa | 278 kg |
Keila | 178 kg |
Hlýri | 175 kg |
Ufsi | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 1.246 kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 439 kg |
Samtals | 439 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 2.2.25 | 611,23 kr/kg |
Þorskur, slægður | 2.2.25 | 624,56 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 2.2.25 | 413,36 kr/kg |
Ýsa, slægð | 2.2.25 | 337,16 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 2.2.25 | 275,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 2.2.25 | 265,60 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 2.2.25 | 167,81 kr/kg |
1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 563 kg |
Ýsa | 278 kg |
Keila | 178 kg |
Hlýri | 175 kg |
Ufsi | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 1.246 kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 439 kg |
Samtals | 439 kg |