Togari grunaður um njósnir átti viðkomu á Íslandi

Melkart 5 í slipp á Akureyri árið 2020. Skipið hefur …
Melkart 5 í slipp á Akureyri árið 2020. Skipið hefur legið undir grun um að hafa aðkomu að skemmdum á samskiptastrengjum við Svalbarða. Ljósmynd/Slippurinn á Akureyri

Að minnsta kosti eitt þeirra 50 rúss­neskra skipa, sem grunuð eru um að stunda njósn­ir og skemmd­ar­verk á innviðum til hafs í lög­sög­um Norður­landa, hef­ur átt viðkomu á Íslandi. Ekki er ólík­legt að þau kunna að vera mun fleiri.

Rúss­neski tog­ar­inn Melkart 5 er grunaður um að hafa átt í hlut þegar tveir sam­skipt­a­streng­ir milli Sval­b­arða og Nor­egs urðu fyr­ir skemmd­um. Tog­ar­inn, sem Murm­an Sea­food ger­ir út, hef­ur átt viðkomu hér á landi og sótti meðal ann­ars þjón­ustu hjá Slippn­um Ak­ur­eyri árið 2020 þegar hann var málaður, öxul­dreg­inn og aðal­vél tek­in upp.

Í ít­ar­legri um­fjöll­un rík­is­út­varpa Dan­merk­ur, Finn­lands, Nor­egs og Svíþjóðar um njósn­a­starf­semi rúss­neskra borg­ara­legra skipa kem­ur fram að norska lög­regl­an hafi grunað að Melkart 5 hafi dregið tog­hlera eft­ir hafs­botni til að skemma streng­ina, en vegna óljósr­ar lög­gjaf­ar hafi málið verið fellt niður.

Útgerð skips­ins hafn­ar öll­um ásök­un­um.

Hafa sætt rann­sókn eft­ir Íslands­dvöl

Melkart 5 er nú í slipp í Þórs­höfn í Fær­eyj­um, en þar í landi er einnig rúss­neski tog­ar­inn Lira við bryggju, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un fær­eyska rík­is­út­varps­ins.

Sam­kvæmt um­fjöll­un nor­rænu rík­is­miðlana fundu norsk­ir lög­reglu­menn við eft­ir­lit um borð læst­an klefa og reynd­ist þar maður sitja við tal­stöð af sov­éskri gerð. Slíkt sam­skipta­tæki fannst einnig í tog­ar­an­um Ester.

List­inn yfir þau 50 skip sem um ræðir hef­ur ekki verið birt­ur í heild sinni en dæmi eru um að rúss­nesk skip sem hafa átt viðkomu hér á landi hafi sætt rann­sókn í Nor­egi. Til að mynda fóru full­trú­ar norsku strand­gæsl­unn­ar, lög­regl­unn­ar og toll­stjóra um borð í snekkj­una Ragn­ar í fe­brú­ar á síðasta ári er hún lá við bryggju í Norður-Nor­egi. Sum­arið á und­an hafði snekkj­an verið meðal ann­ars á ferðalagi um Ísland.

Ola Kalda­ger, fyrr­ver­andi yf­ir­maður norsku leyniþjón­ust­unn­ar, sagði al­gengt að rúss­nesk sjóför kæmu til Nor­egs til að afla tækni­legra upp­lýs­inga, upp­ljóstr­ara og hlera fjar­skipti, sér­stak­lega í kring­um æf­ing­ar NATO.

Snekkj­an Ragn­ar er ekki ein­ung­is búin til ferða í gegn­um allt að 50 senti­metra þykk­an ís, held­ur er hún einnig búin þyrlupalli ásamt plássi fyr­ir könn­un­ar­kaf­bát, rib-bát, tvær sæþotur og bryn­varið öku­tæki af gerðinni Ripsaw EV2.

Ragnar við bryggju á Akureyri sumarið 2021.
Ragn­ar við bryggju á Ak­ur­eyri sum­arið 2021. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fjöldi skipa

Mik­ill fjöldi rúss­neskra borg­ara­legra skipa hafa átt viðkomu í ís­lenskri lög­sögu og ekki ólík­legt að fleiri af þeim 50 skip­um sem liggja und­ir grun hafi lagt leið sína hingað. Þá hafa ís­lensk þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa um ára­bil þjón­ustað mik­ils fjölda rúss­neskra skipa.

Enn sem komið er hef­ur ekki tek­ist að afla upp­lýs­inga um hvort rúss­nesk skip hafi í ís­lenskri lög­sögu sýnt af­brigðilega hegðun eins og í Norður­sjó þar sem þau eru tal­in hafa fylgst með orku- og sam­skiptainnviðum á hafs­botni, brúm, flug­völl­um og höfn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Loka