Togari grunaður um njósnir átti viðkomu á Íslandi

Melkart 5 í slipp á Akureyri árið 2020. Skipið hefur …
Melkart 5 í slipp á Akureyri árið 2020. Skipið hefur legið undir grun um að hafa aðkomu að skemmdum á samskiptastrengjum við Svalbarða. Ljósmynd/Slippurinn á Akureyri

Að minnsta kosti eitt þeirra 50 rússneskra skipa, sem grunuð eru um að stunda njósnir og skemmdarverk á innviðum til hafs í lögsögum Norðurlanda, hefur átt viðkomu á Íslandi. Ekki er ólíklegt að þau kunna að vera mun fleiri.

Rússneski togarinn Melkart 5 er grunaður um að hafa átt í hlut þegar tveir samskiptastrengir milli Svalbarða og Noregs urðu fyrir skemmdum. Togarinn, sem Murman Seafood gerir út, hefur átt viðkomu hér á landi og sótti meðal annars þjónustu hjá Slippnum Akureyri árið 2020 þegar hann var málaður, öxuldreginn og aðalvél tekin upp.

Í ítarlegri umfjöllun ríkisútvarpa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um njósnastarfsemi rússneskra borgaralegra skipa kemur fram að norska lögreglan hafi grunað að Melkart 5 hafi dregið toghlera eftir hafsbotni til að skemma strengina, en vegna óljósrar löggjafar hafi málið verið fellt niður.

Útgerð skipsins hafnar öllum ásökunum.

Hafa sætt rannsókn eftir Íslandsdvöl

Melkart 5 er nú í slipp í Þórshöfn í Færeyjum, en þar í landi er einnig rússneski togarinn Lira við bryggju, að því er fram kemur í umfjöllun færeyska ríkisútvarpsins.

Samkvæmt umfjöllun norrænu ríkismiðlana fundu norskir lögreglumenn við eftirlit um borð læstan klefa og reyndist þar maður sitja við talstöð af sovéskri gerð. Slíkt samskiptatæki fannst einnig í togaranum Ester.

Listinn yfir þau 50 skip sem um ræðir hefur ekki verið birtur í heild sinni en dæmi eru um að rússnesk skip sem hafa átt viðkomu hér á landi hafi sætt rannsókn í Noregi. Til að mynda fóru fulltrúar norsku strandgæslunnar, lögreglunnar og tollstjóra um borð í snekkjuna Ragnar í febrúar á síðasta ári er hún lá við bryggju í Norður-Noregi. Sumarið á undan hafði snekkjan verið meðal annars á ferðalagi um Ísland.

Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, sagði algengt að rússnesk sjóför kæmu til Noregs til að afla tæknilegra upplýsinga, uppljóstrara og hlera fjarskipti, sérstaklega í kringum æfingar NATO.

Snekkjan Ragnar er ekki einungis búin til ferða í gegnum allt að 50 sentimetra þykkan ís, heldur er hún einnig búin þyrlupalli ásamt plássi fyrir könnunarkafbát, rib-bát, tvær sæþotur og brynvarið ökutæki af gerðinni Ripsaw EV2.

Ragnar við bryggju á Akureyri sumarið 2021.
Ragnar við bryggju á Akureyri sumarið 2021. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi skipa

Mikill fjöldi rússneskra borgaralegra skipa hafa átt viðkomu í íslenskri lögsögu og ekki ólíklegt að fleiri af þeim 50 skipum sem liggja undir grun hafi lagt leið sína hingað. Þá hafa íslensk þjónustufyrirtæki hafa um árabil þjónustað mikils fjölda rússneskra skipa.

Enn sem komið er hefur ekki tekist að afla upplýsinga um hvort rússnesk skip hafi í íslenskri lögsögu sýnt afbrigðilega hegðun eins og í Norðursjó þar sem þau eru talin hafa fylgst með orku- og samskiptainnviðum á hafsbotni, brúm, flugvöllum og höfnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,37 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,15 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 299,31 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 390,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 796 kg
Ýsa 201 kg
Samtals 997 kg
21.11.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 2.795 kg
Þorskur 1.636 kg
Samtals 4.431 kg
21.11.24 Sindri BA 24 Landbeitt lína
Þorskur 483 kg
Ýsa 468 kg
Samtals 951 kg
21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,37 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,15 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 299,31 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 390,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 796 kg
Ýsa 201 kg
Samtals 997 kg
21.11.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 2.795 kg
Þorskur 1.636 kg
Samtals 4.431 kg
21.11.24 Sindri BA 24 Landbeitt lína
Þorskur 483 kg
Ýsa 468 kg
Samtals 951 kg
21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg

Skoða allar landanir »