„Hef verið í erfiðisvinnu en þetta er sturlun“

Karen Halldórsdóttir ákvað að gerast háseti um borð Gísla ÍS …
Karen Halldórsdóttir ákvað að gerast háseti um borð Gísla ÍS á grásleppuvertíðinni og segir starfið ótrúlega krefjandi en á sama tíma mjög skemmtilegt. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er orðin svo brún að það halda allir að ég hafi verið að koma frá Tene, en ég er bara brún á höfðinu. Þegar ég fer í sund sést að skrokkurinn er alveg skjannahvítur,“ segir Karen Halldórsdóttir og skellir upp úr.

Hún hefur verið háseti á Gísla ÍS-22 á grásleppuvertíðinni en er kannski betur þekkt sem fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og gegndi því embætti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 12 ár sem og varaþingmennsku um árabil. Þeim kafla lauk á síðasta ári er hún gaf kost á sér undir merkjum Miðflokksins og óháðra en náði ekki kjöri.

„Eftir að ég hætti í stjórnmálum ákvað ég að gera bara allt sem mér dytti í hug. Ég skráði mig í nám síðasta haust í Háskóla Íslands og er að klára leiðsögumanninn. Ég vinn sem skrifstofustjóri en ekki í fullu starfi og hef því tækifæri til að prófa allt sem mér finnst spennandi,“ útskýrir Karen.

Það þarf að hafa hraðar hendur á grásleppuveiðum.
Það þarf að hafa hraðar hendur á grásleppuveiðum. Ljósmynd/Aðsend

„Mig hefur alltaf langað að prófa að fara á sjó, bara vita hvort ég yfirhöfuð gæti það. Guðmundi [Gísla Geirdal] vantaði einhvern með sér og ég sló bara til. Það er hægt að vera einn að þessu en miklu betra að vera tveir. Hann var ekki alveg viss hvort ég myndi geta þetta, en hann segir að ég hafi komið honum á óvart og mér skilst ég standi mig ekkert síður en aðrir sem hafa farið með honum.“

Karen og Guðmundur róa frá Reykjavík og lögðu út fyrstu netin á upphafsdegi grásleppuvertíðarinnar, 20. mars. Lítið veiddist til að byrja með, að sögn Karenar.

„Áhugavert var að fylgjast með hvað verðin voru há sem við fengum fyrir aflann, en eftir því sem hefur liðið á hafa verðin hríðfallið á meðan aflin hefur aukist. Mér fannst markaðurinn mjög sérstakur og við vorum jafnvel að ræða um að reyna að selja þetta sjálf.“

Sjómennskan skemmtileg en krefjandi

Grásleppubátarnir fá 35 veiðidaga á vertíð ársins og er síðasti sóknardagur áhafnarinnar á Gísla ÍS nú á sunnudag og segir Karen að þetta verði þá orðið 20 róðrar.

„Það er farið eldsnemma morguns en erum mislengi eftir gangi veiða, en þetta er alveg hörkuvinna. Ég hef verið í erfiðisvinnu á yngri árum en þetta er algjör sturlun. Maður situr ekkert og hefur það huggulegt, maður er alveg á milljón. Eftir fyrstu vikuna gat ég ekki lyft upp handleggjunum ég var svo þreytt.“

Karen segir sjómennskuna hafa verið gríðarlega skemmtilega en um leið erfiða og mjög krefjandi.

„Það þarf rosalegt þolgeð og úthald. Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir hversu mikið krefst af sjómönnum. Líka hversu mikil kunnátta sem þarf að vera til staðar, það getur eitthvað farið í skrúfuna eða eitthvað sem bilar og þá þarf að geta gengið í öll verk. Þetta er eitthvað sem Guðmundur þekkir vel. Hann er búinn að vera í þessu frá því hann var barn og engin vandamál sem hann ræður ekki við.“

Karen ásamt Guðmundur Gísla Geirdal að störfum um borð.
Karen ásamt Guðmundur Gísla Geirdal að störfum um borð. Ljósmynd/Aðsend

„Ef mér stendur til boða að fara aftur á sjó myndi ég alltaf svara já. Mér finnst þetta alveg dásamlegt að skilja allt eftir á hafnarbakkanum, fara út á sjó og vinna eins og berserkur. Það er alveg yndisleg tilfinning að koma í land eftir að vera búin að gera svona mikið, ég hefði aldrei trúað þessu. Það þarf mikla krafta í að koma aflanum inn og hröð handtök, en fyrst ég lifi þessa sjómennsku af hugsa ég að ég geti alveg gert fleira ef mér gefst tækifæri til þess. En ég er kannski orðin of gömul í þetta, er að verða fimmtug á næsta ári,“ svarar Karen og hlær.

Það er því augljóst að blaðamaður er knúinn til að spyrja hvort hún stefni ekki á strandveiðar í sumar?

„Ja, ég er nú búin að biðja um að fá að koma með. Ég er ekki með bát sjálf, en ég held að ef ég kjósi að gera eitthvað meira með þetta þá myndi ég vilja taka pungaprófið. Þá er maður orðin eftirsóttari. Það eru ekki margir á þessum smábátum en maður getur verið liðtækur án þess að fara að gera út eigin bát.“

Karen kveðst hafa heillast af sjómennskunni.
Karen kveðst hafa heillast af sjómennskunni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.449 kg
Þorskur 919 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.375 kg
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Ýsa 577 kg
Skarkoli 303 kg
Þorskur 97 kg
Sandkoli 12 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.007 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.449 kg
Þorskur 919 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.375 kg
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Ýsa 577 kg
Skarkoli 303 kg
Þorskur 97 kg
Sandkoli 12 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.007 kg

Skoða allar landanir »