Áður en hægt verður að draga flutningaskipið Wilson Skaw til hafnar verður að forfæra farm skipsins sem geymir um tvö þúsund tonn af salti. Verkefnið gæti tekið nokkra daga og liggur ekki fyrir hvenær hægt verður að ráðast í björgunaraðgerðir en skipið hefur setið fast á Húnaflóa frá því á þriðjudaginn var.
„Að loknum fundi Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu, Umhverfisstofnunar og fulltrúa eigenda skipsins, var ákveðið að varðskipið Freyja myndi leggjast utan á flutningaskipið í Steingrímsfirði og hæfist handa við það að forfæra farm skipsins til þess að ná betra jafnvægi. Það er gert til þess að hægt verði að koma skipinu til hafnar á Hólmavík,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Á Hólmavík eiga bráðabirgðaviðgerðir á skipinu að fara fram og í framhaldinu er ráðgert að skipið verði dregið til Akureyrar í slipp. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver komi til með að draga skipið. Þá fengust ekki upplýsingar um umfang skemmda.
Eins og áður segir er gert ráð fyrir að það taki nokkra daga að færa farminn til í flutningaskipinu. Kranar á hliðum Freyju eiga þó að auðvelda verkefnið, að sögn Ásgeirs.
„Þetta er tímafrekt verkefni. Það eru um tvö þúsund tonn af salti um borð í skipinu. Með því að forfæra það þarf að færa hluta um borð í Freyju og svo aftur um borð í skipið til þess að ná þessu rétta jafnvægi.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 594,51 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 408,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,80 kr/kg |
22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.830 kg |
Ýsa | 900 kg |
Hlýri | 43 kg |
Steinbítur | 38 kg |
Samtals | 2.811 kg |
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 3.466 kg |
Þorskur | 2.322 kg |
Keila | 13 kg |
Ufsi | 8 kg |
Karfi | 8 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 5.821 kg |
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 16.770 kg |
Ufsi | 3.238 kg |
Samtals | 20.008 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 594,51 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 408,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,80 kr/kg |
22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.830 kg |
Ýsa | 900 kg |
Hlýri | 43 kg |
Steinbítur | 38 kg |
Samtals | 2.811 kg |
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 3.466 kg |
Þorskur | 2.322 kg |
Keila | 13 kg |
Ufsi | 8 kg |
Karfi | 8 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 5.821 kg |
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 16.770 kg |
Ufsi | 3.238 kg |
Samtals | 20.008 kg |