„Íslendingar standa með strandveiðiflotanum“

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir ljóst að Íslendingar …
Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir ljóst að Íslendingar standi með strandveiðum. Ljósmynd/Aðsend

„Þá er það komið á hreint, Íslend­ing­ar standa með strand­veiðiflot­an­um,“ seg­ir Kjart­an Páll Sveins­son, formaður Strand­veiðifé­lags Íslands, í yf­ir­lýs­ingu. Vís­ar hann til þess að 72,3% svar­enda í könn­un um viðhorf Íslend­inga til sjáv­ar­út­vegs­mála sögðust telja að hlut­fall strand­veiða af heild­arkvóta ætti að vera hærra en í dag, þar af sögðu 31,1% að þetta hlut­fall ætti að vera mun hærra.

Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar, sem var unn­in af Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands fyr­ir mat­vælaráðuneytið, voru birt­ar í síðustu viku og sagðist þriðjung­ur svar­enda telja að strand­veiðar skapi frek­ar eða mjög mik­il verðmæti fyr­ir sitt nærsam­fé­lag. Hvergi var það hlut­fall hærra en á Vest­fjörðum þar sem 24,6% sögðu veiðarn­ar skapa mjög mik­il verðmæti fyr­ir nærsam­fé­lagið og 38,6% frek­ar mik­il.

„Þetta eru af­ger­andi niður­stöður sem erfitt verður fyr­ir stjórn­völd að hunsa. Jafn áhuga­vert er að skoða þær ástæður sem gefn­ar eru fyr­ir styrk­ingu strand­veiðikerf­is­ins. Já­kvæð byggðaþróun, sann­gjarn aðgang­ur að auðlind­inni, at­vinnu­mögu­leik­ar ein­stak­linga og betri um­gengni um auðlind­ina voru þau atriði sem flest­ir töldu að ættu að vera mark­mið strand­veiða,“ seg­ir Kjart­an Páll í yf­ir­lýs­ing­unni.

Í ein­stakri stöðu

Hann seg­ir hins veg­ar ljóst eins og mál­um sé háttað nú sé ekki hægt að lifa á strand­veiðum eða byggja upp ný sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki frá grunni. „Hlut­deild strand­veiða af heild­arafla inn­an kvóta­kerf­is­ins er á bil­inu 1,5-2%. Það er því ekki mikið sem vant­ar upp á til þess að dæmið gangi upp hjá trillukörl­um og -kon­um og vel hægt að finna þær litlu afla­heim­ild­ir sem til þarf án þess að ganga óhóf­lega á heim­ild­ir annarra og skaða önn­ur fyr­ir­tæki inn­an geir­ans.“

Þá séu Íslend­ing­ar „í ein­stakri stöðu á heimsvísu. Kraf­an úti í hinum stóra heimi um vist­væn­ar og fé­lags­lega ábyrg­ar vör­ur verður æ há­vær­ari, og þar eru trill­urn­ar fremst­ar meðal jafn­ingja. Við get­um valið að vera leiðandi afl í vist­væn­um og fé­lags­lega ábyrg­um veiðum, því grunn­ur­inn er þegar fyr­ir hendi. Það eina sem þarf til er að tryggja það að trillu­karl­ar og kon­ur geti haft lifi­brauð af smá­báta­sjó­mennsku. Nú er lag að bæta við strand­veiðipott­inn“.

Svarendur vildu meiri veiðiheimildir til strandveiðibáta.
Svar­end­ur vildu meiri veiðiheim­ild­ir til strand­veiðibáta. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Fúsk og brask

Hann seg­ir jafn­framt Svandísi Svavars­dótt­ur, mat­vælaráðherra, neita að horf­ast í augu við það sem blasi við þjóðinni.

„Þjóðin sér of­ríki og græðgi ör­fárra ein­stak­linga sem hafa fengið frítt spil til að soga til sín arðinn af auðlind­inni okk­ar en skilja hvert sjáv­ar­plássið af fæt­ur öðru eft­ir í rúst. Hún sér hvernig kvótakóng­arn­ir hafa notað arðinn til þess að þenja um­svif sín langt út fyr­ir fisk­veiðar þar sem þeir eiga nú og stjórna stór­um hluta fjöl­miðlamarkaðar­ins, fast­eigna­markaðar­ins og trygg­ing­ar­fyr­ir­tækja. Hún sér hvernig ítök og af­skipti sæ­greif­anna í stjórn­mál­um hafa leitt til auk­inn­ar spill­ing­ar og stjórn­sýslu­legs fúsks.“

„Það eru til­tölu­lega fá – en þó óhóf­lega stór og valda­mik­il – fyr­ir­tæki sem sverta ímynd sjáv­ar­út­vegs­ins í heild. Fjöl­marg­ir kvóta­eig­end­ur um allt land standa ekki í því svindli og braski sem hinir stóru kvótakóng­ar stunda grimmt, held­ur vilja ein­fald­lega byggja upp arðbær fyr­ir­tæki og efla at­vinnu­lífið í sinni heima­byggð. Því miður verða þessi fyr­ir­tæki einnig fyr­ir barðinu á því svarta orðspori sjáv­ar­út­vegs­ins sem sæ­greif­arn­ir hafa valdið út­gerðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »