Kapp kaupir allt hlutafé í Raf

Hjalti Halldórsson, Valþór Hermannsson og Freyr Friðriksson við undirskriftina í …
Hjalti Halldórsson, Valþór Hermannsson og Freyr Friðriksson við undirskriftina í dag. Ljósmynd/Aðsend

Kapp ehf. hefur fest kaup á öllu hlutafé í Raf ehf. og var gengið frá samningum þess efnis á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Barselóna á Spáni.

„Ég met það svo að sú mikla þekking og reynsla starfsfólks Raf sem og sá vélbúnaður sem fyrirtækið framleiðir muni styrkja Kapp til frekari sóknar í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi,“ segir Freyr Friðriksson, eigandi Kapp, í tilkynningu. Telur hann að með kaupunum skapist mikil tækifæri til vaxtar.

Kapp þjónustar fyrirtæki í matvælavinnslu til sjós og lands og er kæling matvæla þar í lykilhlutverki. Fyrirtækið rekur einnig véla- og renniverkstæði og sér meðal annars um innflutning á kælitækjum frá Incold, Carrier og Titan containers. Hátæknifyrirtækið Raf sérhæfir sig hins vegar í vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað.

Flaggskip KAPP er vörumerkið OPTIM-ICE, en undir því framleiðir fyrirtækið …
Flaggskip KAPP er vörumerkið OPTIM-ICE, en undir því framleiðir fyrirtækið meðal annars forkæla og ískrapavélar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engar breytingar á starfsmannahaldi

Engar breytingar verði á starfsmannahaldi Raf eða þeirri þjónustu og búnaði sem Raf hefur boðið viðskiptavinum sínum að sögn Valþórs Hermannssonar, sem stýrt hefur Raf í tæp 20 ár. Hann mun taka sæti í stjórnendateymi sameinaðs félags „Með Kapp munu auknir kraftar losna úr læðingi þar sem mikill mannauður og reynsla sameinast í þessum tveimur fyrirtækjum,“ segir Valþór.

„Eftir 12 ára eignarhald okkar í Raf og góðan rekstur síðustu ára teljum við að núna sé réttur tímapunktur til að selja félagið. Við höfum átt mjög gott samstarf við stjórnendur Kapp á undanförnum árum og samtöl undanfarna mánuði leiddu til að gengið var frá sölu félagsins og erum fullviss um að Kapp sé rétti aðilinn til að taka við keflinu núna," segir Hjalti Halldórsson, annar eiganda Raf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »