Björgunaraðgerðir vegna flutningaskipsins Wilson Skaw eru í fullum gangi og ganga aðgerðir samkvæmt áætlun. Unnið er að því að minnka stafnhallann á skipinu til þess að Freyja geti komist upp að því og aðstoða megi við tilfærslu á farmi.
Björgunaráætlun vegna skipsins var samþykkt á fimmtudag.
„Hún kveður á um að þegar þessu er lokið, það er að segja þegar er búið að rétta skipið af að þá fari Freyja utan á flutningaskipið og síðan verði unnið að því að færa farminn til til þess að það verði rétt burðarþol í skipinu, það er að segja að það sé rétt lestun á skipinu þegar að það verður á endanum dregið til Akureyrar þegar búið er að færa farminn til,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is
Hann gerir ráð fyrir því að þessar aðgerðir muni taka einhverja daga en Freyja muni fara utan á Wilson í dag. Í kjölfarið verði þá hægt að vinna í færslunni á farminum.
„Það mun fara fram þannig að Freyja leggst utan á Wilson og það eru tveir kranar á hliðum Freyju sem eru færanlegir sem geta þá tekið þennan farm. Hluti farmsins þarf þá að fara um borð í Freyju, síðan aftur um borð í skipið og það þarf þá í rauninni að endurraða farminum samkvæmt þeim útreikningum sem gerðir hafa verið til þess að tryggja að það sé sem öruggast að flytja skipið til Akureyrar,“ segir Ásgeir.
Gert er ráð fyrir að þessu ljúki ekki fyrr en um miðja næstu viku en í kjölfarið megi hefja drátt á skipinu til Akureyrar.
Ásgeir segir aðgerðina hafa tekið mið af öryggi skipsins og umhverfisins. Varlega sé farið meðal annars til þess að það verði ekki umhverfisskaði. Aðgerðir sem þessar geti tekið tíma en þessi aðgerð sé þó á áætlun.
Norska flutningaskipið Wilson Skaw strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa 18. apríl en losnaði svo af strandstað fyrir um viku síðan og var dregið á öruggari stað inn í Steingrímsfjörð. Um borð í skipinu eru tvö þúsund tonn af salti.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 594,51 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 408,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,80 kr/kg |
22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.830 kg |
Ýsa | 900 kg |
Hlýri | 43 kg |
Steinbítur | 38 kg |
Samtals | 2.811 kg |
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 3.466 kg |
Þorskur | 2.322 kg |
Keila | 13 kg |
Ufsi | 8 kg |
Karfi | 8 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 5.821 kg |
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 16.770 kg |
Ufsi | 3.238 kg |
Samtals | 20.008 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 594,51 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 408,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,80 kr/kg |
22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.830 kg |
Ýsa | 900 kg |
Hlýri | 43 kg |
Steinbítur | 38 kg |
Samtals | 2.811 kg |
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 3.466 kg |
Þorskur | 2.322 kg |
Keila | 13 kg |
Ufsi | 8 kg |
Karfi | 8 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 5.821 kg |
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 16.770 kg |
Ufsi | 3.238 kg |
Samtals | 20.008 kg |