Bátur sem kviknaði fyrst í rétt fyrir miðnætti í gær í Sandgerðishöfn, er nú orðin alelda að sögn Ómars Ingimarssonar, deildarstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja. Allt tiltækt slökkvilið er að störfum.
Slökkvilið sinnti útkallinu í gærkvöldi er eldur kviknaði útfrá rafmagnstöflu í vélasal. Þá kviknaði ekki mikill eldur en töluvert var um reyk.
Þá var slökkvilið aftur kallað út um sjö í morgun vegna reyks og var allt eðlilegt er slökkviliðið fór þaðan, en þá var báturinn allur yfirfarinn með hitamyndavélum.
Slökkviliðið var nýkomið inn er aftur fór að rjúka úr bátnum um níuleytið. „Hann bara fór að skíðloga,“ segir Ómar.
Spurður hvort að aftur hafi kviknað út frá rafmagnstöflunni segir Ómar að allt hafi bent til þess í upphafi, „en hvað hefur gerst meira vitum við ekki. Það er verið að vinna í þessu“.
Búið er að tryggja að ekki kvikni í öðrum bátum í höfninni og að sögn Ómars eru aðstæður ágætar til slökkvistarfs, en líkt og áður sagði er allt tiltækt slökkvilið á staðnum.
Hann segir að bæjarbúar þurfi ekki að óttast að reyk leggist yfir heimili þeirra þar sem reykurinn blæs á haf út.
Hægt er að fylgjast með slökkvistarfi í beinni á Facebook-síðu Víkurfrétta.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.1.25 | 498,55 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.1.25 | 652,47 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.1.25 | 447,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.1.25 | 330,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.1.25 | 264,24 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.1.25 | 302,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.1.25 | 206,24 kr/kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa | |
---|---|
Kolmunni | 1.703.780 kg |
Samtals | 1.703.780 kg |
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.065 kg |
Ýsa | 476 kg |
Keila | 242 kg |
Karfi | 102 kg |
Hlýri | 87 kg |
Ufsi | 4 kg |
Grálúða | 3 kg |
Samtals | 1.979 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.1.25 | 498,55 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.1.25 | 652,47 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.1.25 | 447,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.1.25 | 330,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.1.25 | 264,24 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.1.25 | 302,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.1.25 | 206,24 kr/kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa | |
---|---|
Kolmunni | 1.703.780 kg |
Samtals | 1.703.780 kg |
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.065 kg |
Ýsa | 476 kg |
Keila | 242 kg |
Karfi | 102 kg |
Hlýri | 87 kg |
Ufsi | 4 kg |
Grálúða | 3 kg |
Samtals | 1.979 kg |