Segir bátsbruna vera með því erfiðara

Mikill reykur steig upp frá bátnum við Sandgerðishöfn.
Mikill reykur steig upp frá bátnum við Sandgerðishöfn. Ljósmynd/Reynir Sveinsson

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er enn að störfum við Sandgerðishöfn vegna báts sem kviknaði í laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Verið er að dæla vatni úr bátnum, kæla hann niður og slökkva í glæðum. Búist er við því að nauðsynlegt sé að fylgjast með bátnum næstu klukkutímana.

“Það er komin flotgirðing í kringum hann þannig það minnkar hættuna á því að höfnin verði öll í olíu og mengun í kringum þetta. Það er verið að vinna í því smátt og smátt að kæla hann niður,“ segir Rúnar Eiberg Árnason, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við mbl.is.

Getur alltaf gerst að aftur kvikni í

Spurður hvort algengt sé þegar kemur að bátsbruna að eldur kvikni aftur, segir Rúnar það alltaf geta gerst, glæður geti leynst víða.

„Það er sérstaklega erfitt með þessa báta. Það getur leynst alls staðar inni á milli þilja og svo eru þessir bátar yfirleitt úr þannig leiðandi efni, úr annað hvort járni eða einhverju sem að leiðir hita og það getur leynst víða,“ segir Rúnar.

Erfitt að eiga við

Að sögn Rúnars var búið að slökkva mesta eldinn um klukkan 13.00. Um fimmtán til sextán slökkviliðsmenn hafa komið að verkefninu.

„Það var töluverður eldur þegar fyrsti bíll kom á staðinn þannig að þá var ákveðið að fara strax í það að kalla út mannskap. [...] Skipsbrúin og afturþilfarið var alelda þegar við komum á staðinn og svo fyrir utan það þá er erfitt að eiga við þetta, bátur bundinn við bryggju. Það er allt erfitt við svona skipsbruna,“ segir Rúnar. Hann játar því að skipsbrunar séu með því erfiðara sem slökkviliðið takist á við.

„Þessir bátar og skip eru mjög þröng á innanverðu, svo er bara erfitt að eiga við þetta. Fullt af dóti og svo þegar þetta er orðið fullt af reyk þá er erfitt að átta sig á aðstæðum,“ segir Rúnar.

Þá hafi vindátt verið hagstæð og enginn í nágrenninu hafi þurft að hafa áhyggjur af því að reykur kæmi inn á heimili. Veðuraðstæður hafi verið eins ákjósanlegar og hægt var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa
Kolmunni 1.703.780 kg
Samtals 1.703.780 kg
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa
Kolmunni 1.703.780 kg
Samtals 1.703.780 kg
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg

Skoða allar landanir »