Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuafli við Snæfellsnes á frá 1. maí síðastliðnum til 15. mars 2024 verði ekki meiri en 375 tonn. Er það 20 tonnum minni ráðlagður hámarksafli á síðasta ári. Verður þetta því fimmta árið í röð þar sem r‘aðgjöf er innan við 500 tonn.
Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að stofnvísitala rækju hefur verið töluvert lægri á árunum 2017 til 2023 en á árunum 2008 til 2016. Jafnframt hefur vísitala ungrækju verið lág frá árinu 2014.
Í tækniskýrslu stofnunarinnar segir að ýsuafli við stofnmælingu rækju við Snæfellsnes hafi sveiflast milli ára en að magn hafi aldrei verið meiri en við mælinguna 2023. Vekur þetta athygli þar sem rækja er algeng bráð fyrir ýsuna.
Ýsugengd hefur á undanförnum árum einnig verið töluverð á Vestfjörðum þar sem rækjustofninn hefur staðið höllum fæti.
Rifjað er upp í tækniskýrslu Hafrannsóknastofnunar að ráðgjöf fyrir rækju við Snæfellsnes hafi fyrst verið gefin út árið 2002 en til ársins 2014 var svæðið skilgreint sem úthafsrækjusvæði og ekki var gefið út sérstakt aflamark fyrir svæðið við Snæfellsnes.
„Fiskveiðiárin 2010/2011 til 2013/2014 voru úthafsrækjuveiðar gefnar frjálsar. Sum árin hefur afli við Snæfellsnes farið töluvert yfir ráðlagt aflamark. Árið 2015 ráðlagði Hafrannsóknastofnun að fiskveiðiárið myndi hefjast 1. maí og lyki 15. mars ári síðar. Síðan þá hafa rækjuveiðar ekki verið heimilaðar frá 16. mars til 30. apríl,“ segir í skýrslunni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 594,51 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 408,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,80 kr/kg |
22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.830 kg |
Ýsa | 900 kg |
Hlýri | 43 kg |
Steinbítur | 38 kg |
Samtals | 2.811 kg |
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 16.770 kg |
Ufsi | 3.238 kg |
Samtals | 20.008 kg |
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 7.226 kg |
Þorskur | 2.026 kg |
Steinbítur | 1.211 kg |
Langa | 18 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 10.485 kg |
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.843 kg |
Ýsa | 4.011 kg |
Langa | 432 kg |
Keila | 50 kg |
Hlýri | 35 kg |
Karfi | 16 kg |
Samtals | 12.387 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 594,51 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 408,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,80 kr/kg |
22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.830 kg |
Ýsa | 900 kg |
Hlýri | 43 kg |
Steinbítur | 38 kg |
Samtals | 2.811 kg |
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 16.770 kg |
Ufsi | 3.238 kg |
Samtals | 20.008 kg |
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 7.226 kg |
Þorskur | 2.026 kg |
Steinbítur | 1.211 kg |
Langa | 18 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 10.485 kg |
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.843 kg |
Ýsa | 4.011 kg |
Langa | 432 kg |
Keila | 50 kg |
Hlýri | 35 kg |
Karfi | 16 kg |
Samtals | 12.387 kg |