Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., gagnrýnir Matvælastofnun (MAST) fyrir að draga upp eins dökka mynd og hægt er af hvalveiðum fyrirtækisins. Í Morgunblaðinu í dag segir hann að með framsetningu stofnunarinnar sé verið að sverta sjómenn sem starfa við hvalveiðar.
Hann segir engan leika sér að því að draga dauða dýranna á langinn og að starfsmenn bátanna reyni í lengstu lög að bana dýrunum eins hratt og auðið er.
Hann gagnrýnir nýja eftirlitsskýrslu MAST fyrir að vera augljóslega litaða af andstöðu við hvalveiðar og þekkingarleysi eftirlitsaðila Fiskistofu, en athuganir hennar lágu til grundvallar skýrslunni.
Samkvæmt skýrslunni, sem fjallar um veiðar á síðasta ári, telur stofnunin að aflífun á hluta stórhvela hafi tekið of langan tíma og ekki samræmst meginmarkmiðum laga um velferð dýra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir skýrsluna dapurlega og að af henni hljótist neikvæð athygli erlendis. Hún segir ábyrgðina á velferð dýranna liggja hjá þeim sem stunda hvalveiðar.
MAST krafði Hval hf. um rúmlega 6 milljónir króna fyrir eftirlit með starfsháttum um borð í hvalbátum. Kristján segir lagaforsendu fyrir reikningnum úr lausu lofti gripna þar sem slík lög eigi ekki við um villt dýr og fiska.
Hvalur hf. höfðaði mál gegn MAST vegna kröfunnar og óskaði stofnunin ítrekað eftir því að fresta fyrirtöku málsins. Að lokum lýsti hún því yfir að reikningurinn yrði endurgreiddur.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,33 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 16.627 kg |
Ufsi | 2.513 kg |
Þorskur | 2.203 kg |
Ýsa | 641 kg |
Samtals | 21.984 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,33 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 16.627 kg |
Ufsi | 2.513 kg |
Þorskur | 2.203 kg |
Ýsa | 641 kg |
Samtals | 21.984 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |