Mokveiði hefur verið á kolmunnamiðunum í færeysku lögsögunni, að sögn Hjörvars Hjálmarssonar, skipstjóra á Berki NK. Skipið er á leið til Seyðisfjarðar með 3.200 tonn, en uppsjávarskipin landa nú kolmunna hvert af öðru og kom Hákon EA til hafnar í Neskaupstað í morgun með rúm 1.600 tonn og er Barði NK leiðinni þangað með 2.000 tonn.
„Veiðiferðin gekk vel. Aflinn fékkst í sex holum og var það stærsta 650 tonn. Það var ekki lengi dregið eða allt niður í fimm tíma. Í sannleika sagt var mokveiði eins og oft hefur verið að undanförnu. Það er ekki hægt að kvarta þegar skipin eru að fá yfir 1.000 tonn á sólarhring. Staðreyndin er sú að það er miklu meiri kolmunni á ferðinni en verið hefur undanfarin ár,“ segir Hjörvar í færslu á vef Síldarvinnslunnar.
„Að þessu sinni vorum við að veiða í Ræsinu vestan við Færeyjar og við fylltum áður en fiskurinn gekk inn í lokað hólf. Þegar fiskurinn gekk inn í hólfið færðu skipin sig austur fyrir eyjarnar en það voru aflafréttir þaðan. Nú er farið að síga á seinni hluta vertíðarinnar en það verður spennandi að fylgjast með hvort kolmunninn gengur ekki í verulegum mæli inn í íslenska lögsögu. Ef á að veiða hann í íslenskri lögsögu þarf einhver kvóti að vera eftir en fiskurinn verður feitari og betri þegar hann veiðist þar. Menn hljóta að vera afar ánægðir með kolmunnaveiðina að undanförnu, skipin hafa fiskað vel og veður hefur verið afar gott. Það er ekki undan mörgu að kvarta,“ segir Hjörvar.
Íslensku uppsjávarskipin hafa landað ríflega 190 þúsund tonnum af kolmunna á vertíðinni samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Enn er eftir rúmlega 80 þúsund tonna kolmunnakvóti.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 24.1.25 | 585,21 kr/kg |
Þorskur, slægður | 24.1.25 | 676,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 24.1.25 | 404,34 kr/kg |
Ýsa, slægð | 24.1.25 | 347,34 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 24.1.25 | 205,25 kr/kg |
Ufsi, slægður | 24.1.25 | 280,65 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 24.1.25 | 222,85 kr/kg |
25.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.151 kg |
Ýsa | 3.831 kg |
Steinbítur | 313 kg |
Langa | 234 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 12 kg |
Hlýri | 8 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 12.631 kg |
25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 293 kg |
Þorskur | 178 kg |
Ýsa | 113 kg |
Hlýri | 19 kg |
Karfi | 7 kg |
Langa | 3 kg |
Samtals | 613 kg |
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.069 kg |
Ýsa | 472 kg |
Keila | 133 kg |
Steinbítur | 8 kg |
Karfi | 4 kg |
Hlýri | 3 kg |
Samtals | 1.689 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 24.1.25 | 585,21 kr/kg |
Þorskur, slægður | 24.1.25 | 676,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 24.1.25 | 404,34 kr/kg |
Ýsa, slægð | 24.1.25 | 347,34 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 24.1.25 | 205,25 kr/kg |
Ufsi, slægður | 24.1.25 | 280,65 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 24.1.25 | 222,85 kr/kg |
25.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.151 kg |
Ýsa | 3.831 kg |
Steinbítur | 313 kg |
Langa | 234 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 12 kg |
Hlýri | 8 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 12.631 kg |
25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 293 kg |
Þorskur | 178 kg |
Ýsa | 113 kg |
Hlýri | 19 kg |
Karfi | 7 kg |
Langa | 3 kg |
Samtals | 613 kg |
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.069 kg |
Ýsa | 472 kg |
Keila | 133 kg |
Steinbítur | 8 kg |
Karfi | 4 kg |
Hlýri | 3 kg |
Samtals | 1.689 kg |