Síldarvinnslan hf. er langtum verðmætasta sjávarútvegsfyrirtækið í kauphöllinni og er metið á 210,4 milljarða króna en gengi bréfanna er nú 114 krónur á hlut. Frá áramótum hefur gengi bréfanna verið lægst 113,5 krónur en hæst 127 krónur, sem er jafnframt hæsta gengi bréfanna frá því að Síldarvinnslan var skráð á markað.
Athygli vekur að aðeins tæp tvö ár eru frá því að Síldarvinnslan var skráð á markað og nam gengi bréfanna 65,7 krónur á hlut við lok fyrsta viðskiptadags 27. maí 2021. Bréfin hafa því hækkað um rúm 73% frá þeim tíma, en hækunnin er meiri ef mælt er frá útboðsgenginu sem var á bilinu 55 til 58 krónur á hlut.
Sjö lífeyrissjóðir fara með um fimmtungshlut í fyrirtækinu og hafa því þúsundir sjóðsfélaga í gegnum sjóði sína hagnast um fleiri milljarða á kaupá hlutum við skráningu félagsins í kauphöllina.
Brim hf. er nú metið á 168,9 milljarða króna en gengi bréfanna er 86,4 krónur á hlut. Frá áramótum var gengi bréfanna lægst 78,5 krónur en hæst 95 krónur, en á undanförnum 12 mánuðum hafa bréfin hæst náð 101 krónu á hlut.
Iceland Seafood International hf. er metið á 17,9 milljarða króna samkvæmt gengi bréfanna í kauphöllinni, en það er nú 6,6 krónur á hlut. Frá áramótum hefur gengi bréfanna hæst verið 7,35 krónur á hlut en lægst 5,85 krónur. Um er að ræða töluvert lægra gengi en árin 2021 og 2022 en fyrir rúmu ári síðan var gengi bréfanna í kringum 15 til 16 krónur á hlut.
Samalagt er verðmæti félaganna þriggja í dag 397 milljarðar króna en var í janúar í fyrra 354 milljarðar króna. Verðmæti félaganna hefur því hækkað um 43 milljarða króna, eða 12%, á rúmu ári.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 27.1.25 | 559,01 kr/kg |
Þorskur, slægður | 27.1.25 | 666,44 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 27.1.25 | 350,84 kr/kg |
Ýsa, slægð | 27.1.25 | 323,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 27.1.25 | 177,68 kr/kg |
Ufsi, slægður | 27.1.25 | 258,31 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 27.1.25 | 218,59 kr/kg |
27.1.25 Hilmir ST 1 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.586 kg |
Ýsa | 2.419 kg |
Samtals | 7.005 kg |
27.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 5.665 kg |
Þorskur | 4.118 kg |
Steinbítur | 492 kg |
Karfi | 30 kg |
Langa | 18 kg |
Keila | 11 kg |
Samtals | 10.334 kg |
27.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 4.289 kg |
Ýsa | 2.357 kg |
Steinbítur | 29 kg |
Samtals | 6.675 kg |
27.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 7.631 kg |
Ýsa | 1.624 kg |
Steinbítur | 1.096 kg |
Skarkoli | 17 kg |
Langa | 5 kg |
Samtals | 10.373 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 27.1.25 | 559,01 kr/kg |
Þorskur, slægður | 27.1.25 | 666,44 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 27.1.25 | 350,84 kr/kg |
Ýsa, slægð | 27.1.25 | 323,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 27.1.25 | 177,68 kr/kg |
Ufsi, slægður | 27.1.25 | 258,31 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 27.1.25 | 218,59 kr/kg |
27.1.25 Hilmir ST 1 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.586 kg |
Ýsa | 2.419 kg |
Samtals | 7.005 kg |
27.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 5.665 kg |
Þorskur | 4.118 kg |
Steinbítur | 492 kg |
Karfi | 30 kg |
Langa | 18 kg |
Keila | 11 kg |
Samtals | 10.334 kg |
27.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 4.289 kg |
Ýsa | 2.357 kg |
Steinbítur | 29 kg |
Samtals | 6.675 kg |
27.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 7.631 kg |
Ýsa | 1.624 kg |
Steinbítur | 1.096 kg |
Skarkoli | 17 kg |
Langa | 5 kg |
Samtals | 10.373 kg |