Neyðarúrræði að leita til fjölmiðla

Böðvar Ingvason er ekki sáttur með starfshætti Fiskistofu. Bátur hans, …
Böðvar Ingvason er ekki sáttur með starfshætti Fiskistofu. Bátur hans, Emilía AK, var veiðileyfissviptur í eina viku vegna vigtunarbrots. Samsett mynd

Böðvar Ingvason, trillusjómaður og eigandi fiskimóttöku á Akranesi, kveðst ekki sáttur með starfshætti Fiskistofu, en hann gerir út Emilíu AK-57 sem svipt var veiðileyfi í eina viku vegna vigtarbrots og síðar í fjórar vikur vegna fyrir að hafa ekki staðið í skilum á aflaupplýsingum.

„Það er neyðarúrræði að þurfa að koma skilaboðum til opinberra stofnana í gegn um fjölmiðla. Faxaflóahafnir svara ekki fyrirspurnum og verða ekki við því ef óskað er eftir fundi. Fiskistofa skellir á viðmælendur, neitar að hitta aðila máls og hefur ekki samband þegar óskað er eftir því,“ skrifar Böðvar í aðsendri grein sem birt var í Morgunblaðinu á miðvikudag.

Í greininni rekur Böðvar málið er snýr að vigtarbrotinu en Fiskistofa lýsir því í skýrslu sinni að við eftirlit 22. september 2022 hafi komið í ljós að grjótkrabbaafli Emelíu AK sem kom til hafnar 00:30 hafi ekki verið vigtaður fyrr en klukkan tíu um morguninn.

Böðvar segir að löndun hafi lokið klukkan þrjú að nóttu og lifandi grjótkrabba komið fyrir í kerum með sírennsli. „Emilía AK hafði munnlegt leyfi frá Fiskistofu til að vigta grjótkrabbann þegar hann væri sendur til kaupanda meðan verið var að gera tilraunir með hvort hægt væri að halda honum lifandi í kerum. Grjótkrabbi er aðeins söluvara ef hann er lifandi,“ fullyrðir hann.

Jafnframt segir Böðvar að grjótkrabbi þoli ekkert hnjask og að hann hreinlega drepist ef hann verður of stressaður. Þess vegna hafi ekki verið mögulegt að geyma grjótkrabbann í bátnum til morguns, eins og gert væri ef um fisk væri að ræða. „Skipstjóri Emilíu taldi ekki forsvaranlegt að kalla út vigtarmann um nótt og valda Faxaflóahöfnum umtalsverðum kostnaði með fjögurra tíma útkalli vigtarmanns.“

Ákvörðun hafi aukið saknæmi

Fiskistofa segir í ákvörðun sinni um veiðielyfissviptingu í eina viku sagt ekkert liggja fyrir um ásetning skipstjórnarmanns um framhjálöndun, en segir vanrækt hafi verið skylda til að tryggja vigtun afla innan tveggja klukkustunda frá því að báturinn lagðist við bryggju.

Um hafi verið að ræða meðvitaða ákvörðun um að kalla ekki til vigtarmann og segir Fiskistofa það hafa aukið saknæmi brotsins.

Fullyrðir Böðvar að umrætt vigtarbrot sé ekki einsdæmi þar sem „Faxaflóahafnir hafa ekki mannað hafnarvigtina þegar löndun er í gangi og tveggja tíma reglan brotin nánast daglega á strandveiðitímabilinu. Smábátafélagið Sæljón á Akranesi hefur sent fundarályktanir á Faxaflóahafnir þar sem óskað er eftir því að vigtin sé mönnuð þegar landað er, ekki síst á strandveiðitímabilinu síðastliðin fimm ár. Því hefur aldrei verið svarað og ekki orðið við því.“

Spyr hvort meðalhófs sé gætt

Brotið telur Böðvar ekki þess eðlis að þð kalli á sviptingu þar sem gefa skuli skriflega áminningu við fyrsta brot eins. „Það á að gefa skriflega áminningu við fyrsta brot eins og segir í bréfi Fiskistofu sjálfrar í 15. gr. 3 mgr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Því finnst mér það undarleg ákvörðun hjá Fiskistofu að svipta minn bát, Emilíu, veiðileyfi í eina viku fyrir fyrsta brot.“

Viðurlögin sem Fiskistofa beitir telur Böðvar einnig ekki sanngjörn þar sem fjárhagslegur ávinningur útgerðar Emilíu hafi að mesta lagi verið 7.000 kónur vegna vigtargjalds. „Brotið átti sér stað í september 2022 og veiðileyfissviptingin kemur í mars 2023 og er í gildi þegar grásleppuvertíðin hefst. Grásleppuveiðar eru einn helsti grundvöllur fyrir rekstri útgerðarinnar og veitir öðrum útgerðum forskot varðandi netalagnir.“

„Sú spurning vaknar hvort Fiskistofa hafi gætt meðalhófs, hvort brotið hafi verið það alvarlegt að það verðskuldi atvinnumissi og tekjutap,“ skrifar Böðvar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »