Fengu dularfullan stein í grásleppunetið

„Þegar við komum í land sáum við hvernig járnteinn gekk …
„Þegar við komum í land sáum við hvernig járnteinn gekk í gegnum steininn miðjan. Þannig fórum við að velta fyrir okkur hvaða steinn þetta gæti verið og hvaða hlutverki hann gæti hafa þjónað.“ Ljósmynd/Aðsend

Feðgunum Böðvari Ingvasyni og Steinþóri Böðvarssyni brá heldur betur í brún þegar þeir voru við grásleppuveiðar við Akranes, utan við Ytri-Hólm, miðvikudaginn 17. maí.

Böðvar gerir út breyttan Færeying, Mar AK-074, sem þeir feðgar hafa nýtt yfir grásleppuvertíðina og við strandveiðar.

„Við vorum að draga netið en það var smá rót og mikið brim á þessu svæði. Skyndilega kemur upp með netinu þessi stóri steinn. Þetta var svolítið sérstakt því að ég hef aldrei fengið stein af þessari stærð í netið áður,“ segir Steinþór.

Böðvar gerir út breyttan færeying sem þeir feðgar hafa nýtt …
Böðvar gerir út breyttan færeying sem þeir feðgar hafa nýtt yfir grásleppuvertíðina og við strandveiðar. Ljósmynd/Aðsend

Járnteinn vekur upp spurningar

Þeir feðgar afréðu að taka steininn inn fyrir og geyma í bátnum. Þeir luku við að draga trossuna og biðu þess að skoða steininn betur í landi.

„Þegar við komum í land sáum við hvernig járnteinn gekk í gegnum steininn miðjan. Þannig fórum við að velta fyrir okkur hvaða steinn þetta gæti verið og hvaða hlutverki hann gæti hafa þjónað,“ segir hann.

Sjá má hvernig járnteinninn skagar út úr steininum að ofanverðu.
Sjá má hvernig járnteinninn skagar út úr steininum að ofanverðu. Ljósmynd/Aðsend

Gamalt akkeri eða „ballast-grjót“?

Steinþór birti myndir af steininum á facebooksíðu áhugamanna um sokkin skip við strendur Íslands. Þar skapaðist þó nokkur umræða en tilfinning Steinþórs er að enginn sem blandað sér hefur í umræðurnar sé viss í sinni sök um hvers konar stein sé að ræða eða hvaða hlutverki hann kunni að hafa gegnt.

Í umræðunum hafa ýmsar tilgátur verið viðraðar. Einhver velti því upp hvort steinninn gæti tengst kafbátagirðingum úr seinni heimstyrjöldinni eða kræklingarækt og annar hvort um væri að ræða kjölfestugrjót úr gamalli skútu.

Sjálfur hallast Steinþór helst að því að um sé að ræða „gamalt akkeri eða eitthvað í þeim dúr því það er svo sérstök lögun á steininum,“ segir hann frá en bætir því við að honum lítist ágætlega á þá tilgátu að um sé að ræða „ballast-grjót“ úr gömlu skipi eða skútu.

Netverji einn sem sagðist hafa fest veiðarfæri á þessum slóðum sagði að lóðarmælir hafi í því tilviki sýnt að eitthvað virtist hafa lyfst frá hafsbotni.

Þónokkur umræða skapaðist um steininn á facebooksíðu áhugamanna um sokkin …
Þónokkur umræða skapaðist um steininn á facebooksíðu áhugamanna um sokkin skip við strendur Íslands. Skjáskot/Facebook - Sokkin skip við Ísland

Athyglisverð lögun

Steinninn vegur 23 kíló. Hann er 49 sentímetrar á hæð og 10 sentímetrar á þykkt. Athygli vekur lögun hans en hann er breiðari að neðan (21 sentímetri) en ofan (15 sentímetrar) eins og eins konar aflöng trapisa.

Steinþór telur að það hljóti að vera ákveðin ástæða fyrir löguninni enda væri sérstakt að steypa stein og hafa fyrir því að steypa hann með þessum hætti og af þessari lögun. „Það þarf metnað í að hafa hann svona. Af hverju ekki að hafa allar hliðar jafnar?“ spyr Steinþór.

Áhugasamir eru hvattir til að blanda sér í umræðuna á facebooksíðu áhugamanna um sokkin skip við strendur Íslands.

Steinnin vegur 23 kíló. Hann er 49 sentímetrar á hæð …
Steinnin vegur 23 kíló. Hann er 49 sentímetrar á hæð og 10 sentímetrar á þykkt. Athygli vekur lögun hans en hann er breiðari að neðan (21 sentímetri) en ofan (15 sentímetrar) eins og eins konar aflöng trapisa. Steinþór styllti upp, til stærðarviðmiðunar, tveggja lítra gosflösku við hlið steinsins. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »