Útgerðir aldrei greitt meira í veiðigjöld

Nóg að gera á dekkinu á Bergi VE. Íslenskar útgerðir …
Nóg að gera á dekkinu á Bergi VE. Íslenskar útgerðir hafa aldrei greitt meira í veiðigjöld í marsmánuði. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Ragnar Waage Pálmason

Íslenskar útgerðir greiddu 1.852 milljónir í veiðigjöld í mars síðastliðnum og er um met að ræða enda hafa útgerðirnar aldrei greitt meira í veiðigjöld í einum mánuði frá því að gjaldið var tekið upp. Á síðasta ári greiddu útgerðirnar 617 milljónir í veiðigjöld í mars og hefur fjárhæðin sem greidd er því þrefaldast.

Fram kemur í greiningu Radarsins að veiðigjald vegna loðnu í mars hafi veruleg áhrif á heildarupphæðina enda bættist töluvert við loðnukvótan seint í febrúar og var unnið hörðum höndum við að ná öllum þeim afla sem heimild var fyrir.

Mynd/Radarinn

„Það tókst og lönduðu uppsjávarskipin samanlagt 215 þúsund tonnum af loðnu í mars. Fyrir hvert kíló af loðnu þarf að greiða 5,54 krónur í veiðigjald og nam því heildarfjárhæð veiðigjalds af loðnuveiðum ríflega 1.191 milljón króna í mars. Þorskveiðar (401 milljón króna) skiluðu svo næsthæstri fjárhæð í veiðigjald í mars og svo ýsuveiðar (121 milljón),“ segir í greiningunni og er vísað til nýlegra gagna frá Fiskistofu.

Vert er að vekja athygli á að há gjöld á loðnu nú taka meðal annars mið af afkomu og markaðsaðstaðna 2021 þegar lítið var veitt af loðnu og verð voru mjög há. Það ár voru þo engin veiðigjöld greidd af loðnu þar sem loðnubrestur var viðmiðunarárið 2019, ekkert veiðigjald var heldur innheimt árið 2022 vegna loðnubrests 2020.

3,6 milljarðar í byrjun árs

Á fyrsta ársfjórðungi greiddu íslenskar útgerðir 3.650 milljónir króna í veiðigjöld sem einnig er met. Fram kemur á Radarnum að upphæðin er 150% meiri en greidd var á fyrsta ársfjórðungi 2022.

„Mestu munar um þær 1.805 milljónir sem uppsjávarútgerðir greiddu í veiðigjald af loðnu á fjórðungnum. Þorskveiðar skiluðu næsthæstri fjárhæð í veiðigjald (1.180 milljónum króna) á fjórðungnum, sem er þó aðeins lægri fjárhæð en í fyrra. Það má einkum rekja til þess að þorskaflinn var um 10% minni á fyrsta fjórðungi í ár en á sama tímabili í fyrra. Á móti kemur að fjárhæð veiðigjalds á hvert kíló á þorski er hærra í ár en í fyrra.“

Þá skilaði ýsa 339 milljónum króna í veiðigjald á fyrsta ársfjórðungi og er það töluvert hærri upphæð en á sama tímabili á síðasta ári. Ætla má að mikil aukning í lönduðum afla í samræmi við mikla aukningu í ýsukvóta hafi haft veruleg áhrif í því samhengi. Kolmunnaveiðar skiluðu 195 milljónum króna og er það fjórða mesta upphæðin. Tegundin skilaði engum tekjum í ríkissjóð á tímabilinu í fyrra þar sem uppsjávarskipin voru öll upptekin við að sinna stærstu loðnuvertíð í tvo áratugi.

Mynd/Radarinn

90% fá fullan afslátt

Við útreikninga á veiðigjöldum er gefinn 40% afsláttur af fyrstu 7.867.192 krónum sem greiddar eru á yfirstandandi ári og hefur verið veittur 258 milljóna króna afsláttur á fyrsta ársfjórðungi sem er 26 milljónir meira en á síðasta ári en tíu milljónir minna en árið 2021.

„Þessi afsláttur kemur sér einkar vel fyrir smærri aðila, en á undanförnum árum hefur um 90% af öllum útgerðum sem greitt hafa veiðigjald fengið fullan afslátt af þeirri fjárhæð sem þær greiða í veiðigjald. Áhrif afsláttarins minnka eðlilega eftir því sem aðilar greiða hærri fjárhæð í veiðigjald,“ segir í greiningunni.

Mest í Fjarðabyggð

Útgerðir í Fjarðabyggð greiddu mest í veiðigjöld, alls 800 milljónir króna, og má rekja stærsta hluta upphæðinnar til loðnuveiða. Á eftir Fjarðabyggð er Vestmannaeyjabær og greiddu útgerðir í Eyjum 767 milljónir í veiðigjöld á fyrsta ársfjórðungi.

„Sveitarfélögin eru ólík þegar kemur að fiskveiðum. Veiðar á uppsjávarfiski eru ekki jafn dreifðar um landið og á botnfiski. Þar hefur orðið meiri samþjöppun á aflaheimildum, enda eru bæði aflabrögð og afurðaverð mun sveiflukenndari í uppsjávarfiski en botnfiski og reksturinn þar af leiðandi áhættusamari. Nýlegur loðnubrestur tvö ár í röð, það er árin 2019 og 2020, er ágætt dæmi um það. Þar skiptir nálægð við fiskimið jafnframt meira máli en nálægð við markaði, enda skiptir mestu að koma afla ferskum úr sjó og í vinnslu í landi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »