Fiskveiðifrumvörp Svandísar ekki afgreidd

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fram tvö frumvörp um stjórn fiskveiða …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fram tvö frumvörp um stjórn fiskveiða í vor. Hvorugt frumvarpið verður afgreitt fyrir þinglok í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Hvorugt frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða verður afgreitt fyrir þinglok í dag. Ekki liggur fyrir hvort frumvörpin verði endurflutt í haust.

Samið var um þinglok á þriðjudag og fólst í samkomulaginu að frestun þingstarfa myndi eiga sér stað 9. júní í samræmi við starfsáætlun Alþingis. Jafnframt að 30 mál yrðu afgreidd en hvorki að finna frumvarp matvælaráðherra um kvótasetningu grásleppu né svæðisskiptingu strandveiða.

Átti að auka hagkvæmni veiða

Svandís mælti fyrir frumvarpi sínu um kvótasetningu grásleppuveiða í apríl og myndi samþykkt þess tryggja útgerðum kvóta í tegundinni á grundvelli veiðireynslu, en hámarkshlutdeild myndi vera skilgreind sem 2% af heildarkvóta.

Jafnframt var gert ráð fyrir að framsali aflaheimildanna yrði sett þau takmörk að ekki má selja þær milli veiðisvæða. Veiðisvæðin voru í frumvarpinu sjö talsins: Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Húnaflói, Norðurland, Austurland og Suðurland.

„Veiðum á helstu nytjastofnum er stjórnað með úthlutun aflamarks við upphaf hvers fiskveiðiárs á grundvelli þeirrar aflahlutdeildar sem fiskiskip hafa. Slík fiskveiðistjórn hefur reynst góð með tilliti til þess hversu auðvelt er að stýra því magni sem er veitt hverju sinni og hefur það einnig aukið hagkvæmni veiða. Á þennan hátt hafa sjálfbærar veiðar verið tryggðar, verið hvatning til nýsköpunar, þar sem aðilar reyna að fá sem mest verðmæti úr aflahlut sínum sem og stuðlað að bættri umgengni um auðlindina,“ sagði um tilefni og nauðsyn boðaðra breytinga í greinargerð frumvarpsins.

Einnig var bent á litla nýliðun og að komið yrði á sérstökum nýliðakvóta. Vonir voru einnig bundnar við að kvótasetning myndi ná fram aukinni hagkvæmni veiðanna.

Deilt um svæðaskiptingu

Frumvarp Svandísar um endurupptöku svæðaskiptingu strandveiða var lagt fyrir Alþingi í mars. Fjögur ár eru frá afnám svæðaskiptingar veiðanna en það fyrirkomulag hefur verið umdeilt á Norður- og Austurlandi þar sem strandveiðisjómenn á þessu svæði hafa fengið mun færri veiðidaga en aðrir í kjölfarið.

Þegar aflaheimildir strandveiða eru fullnýttar er Fiskistofu skylt að stöðva veiðarnar og voru veiðarnar stöðvaðar 19. ágúst 2020, 18. ágúst 2021 og 21. júlí 2022. Gildandi fyrirkomulag gerir hins vegar ráð fyrir 12 veiðidögum á bát í fjóra mánuði frá maí til ágúst, en með stöðvun veiðanna hefur öllum bátum ekki tekist að stunda veiðar alla þessa daga og hefur það ólík áhrif eftir landshlutum þar sem fiskgengd á grunnslóð við Ísland er mismunandi milli landshluta yfir sumarmánuðina.

„Komi til þess að strandveiðar séu stöðvaðar bitnar það mest á norðaustur- og austursvæðinu. Það fyrirkomulag sem ákveðið var með gildandi lögum hefur ekki reynst vel þegar litið er til jafnræðissjónarmiða þar sem afnám svæðaskiptingar aflaheimilda við strandveiðar hefur haft neikvæð áhrif á veiðar á Norðaustur- og Austurlandi,“ sagði í greinargerð frumvarpsins.

Ljóst þykir að svæðaskipting veiðanna muni bitna mest á svæði A þar sem langmestum strandveiðiafla er landað og er því töluverð andstaða gegn frumvarpinu á þeim slóðum. Jafnframt virðist afstaða þingflokks VG (flokks matvælaráðherra) skiptast alfarið eftir landshlutum.

Framhaldið óljóst

Ekki er ljóst hvort frumvörpin verða endurflutt í haust, en talið er að mun meiri líkur séu á að frumvarp um kvótasetningu grásleppu verði endurflutt í óbreyttri mynd.

Frumvarp um breytingu á tilhögun strandveiða er umdeilt og óljóst hvort Alþingi takist að afgreiða málið, en ráðherra kann að vilja vísa málinu þangað með frumvarpi enda þykir ljóst að mikil ónáægja sé með óbreytt fyrirkomulag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka