Leggja til hærri kvóta í ýsu, síld og gullkarfa

Bjarki Þór Elvarsson, tölfræðingur á botnsjávarsviði, kynnti ráðgjöf HAfrannsóknastofnunar í …
Bjarki Þór Elvarsson, tölfræðingur á botnsjávarsviði, kynnti ráðgjöf HAfrannsóknastofnunar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um há­marks­afla í þorski hækk­ar um aðeins 1% en mjög mik­il hækk­un er í ráðgjöf fyr­ir ýsu, gull­karfa og sum­argots­s­íld. Sam­drátt­ur er hins veg­ar í ufsa og grá­lúðu auk þess sem lagt er til friðun á djúpkarfa­stofn­in­um næstu ár.

Þetta kom fram á kynn­ingu ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í morg­un.

Haf­rann­sókna­stofn­un ráðlegg­ur að ekki verði veitt meira en 211.309 tonn af þorski fisk­veiðiárið 2022/​2024 sem er um 1% hækk­un frá fyrri ráðgjöf. Hefði ekki verið fyr­ir jöfn­un­ar­reglu myndi hækk­un­in vera 2%. Viðmiðun­ar­stofn þorsks er met­inn á 1.069 þúsund tonn en var met­inn 976 þúsund tonn á síðasta ári og hef­ur því stækkað um 7% milli ára. Þá eru ár­gang­ar þorsks 2019 og 2020 yfir meðaltali ár­anna 1986 til 2020.

Bjarki Þór Elvars­son, töl­fræðing­ur á botnsjáv­ar­sviði, kynnti ráðgjöf­ina og kom fram í máli hans að gert sé ráð fyr­ir að þorsk­stofn­inn muni stækka á næstu tveim­ur en ekki séu „nein­ar bylt­ing­ar í vænd­um“. Vísaði hans til nýliðunar og að ár­gang­arn­ir 2013 og 2016 hefðu verið slak­ir og að ár­gang­ur­inn 2021 hafi verið svipaður og 2016, en 2022 ár­gang­ur­inn er sagður við meðaltal.

Aft­ur 23% hækk­un í ýsu

Mik­il hækk­un er í ráðgjöf fyr­ir ýsu og legg­ur stofn­un­in til að ekki verði veitt um­fram 76.415 tonn á næsta fisk­veiðiári, en það er 23% hækk­un frá fyrri ráðgjöf. At­hygli vek­ur að á síðasta ári var ráðgjöf­in upp á 62.219 tonn sem einnig var 23% hærra en ráðgjöf­in þar á und­an.

Þá tel­ur Haf­rann­sókna­stofn­un að viðmiðun­ar­stofn ýsu fari vax­andi næstu ár þar sem stór­ir ár­gang­ar frá ár­un­um 2019 og 2020 séu byrjaðir að ganga inn í stofn­inn. Fyrsta mat á ár­gangi 2021 bend­ir til að hann sé við meðaltal.

Ráðgjöf fyr­ir ufsa lækk­ar um 7% milli ára og er nú lagt til að ekki verði veitt meira en 66.533 tonn af teg­und­inni. Viðmiðun­ar­stofn­inn er met­inn 5% minni en á síðasta ári. Stofn­mat er sagt í sam­ræmi við stöðu mála á síðasta ári en þá hafði verið kynnt að stofn­inn hafði verið of­met­inn, út­skýrði Bjarki Þór.

Frá stofnmælingu HAfrannsóknastofnunar.
Frá stofn­mæl­ingu HAf­rann­sókna­stofn­un­ar. Ljós­mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un/​Svan­hild­ur Eg­ils­dótt­ir

Gull­karfi há­stökkvari

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að há­marks­afli í gull­karfa á kom­andi fisk­veiðiári verði 41.286 tonn. Það er 62% hækk­un frá í fyrra þegar ráðgjöf­in nam 25.545 tonn­um og var það 20% minna en árið á und­an (s.s. 2021). Stofn­un­in spá­ir þó hröðum sam­drætti í afla­marki í gull­karfa þar sem ár­gang­ar eft­ir 2009 séu metn­ir slak­ir.

Bjarki Þór sagði grunn­inn að stofn­mati gull­karfa hafi verið end­ur­skoðaður og að nýtt stofn­mat sé talið stöðugra, lýsa bet­ur þróun vísi­talna og taki til­lit til breyt­inga í meðalþyngd og kynþroska eft­ir aldri sem hafa verið um­tals­verðar seinni ár.

Lækk­un grá­lúðu og friðun djúpkarfa

Lagt er til að ekki verði veitt meira en 21.541 tonn af grá­lúðu á fisk­veiðiár­inu 2023/​2024 sem er 19% lækk­un frá síðasta ári þegar ráðgjöf nam 26.710 tonn­um.

Grá­lúðuafli ís­lenskra skipa hef­ur verið und­ir ráðlögðu afla­marki und­an­far­in ár en Bjarki Þór benti á að nokk­ur óvissa hafi verið um stofn­gerð grá­lúðu þar sem end­ur­heimt­ing­ar á merk­ing­um frá Kan­ada og Nor­egi hafi verið nokkr­ar á Íslands­miðum.

Viðvar­andi nýliðun­ar­brest­ur í djúpkarfa ger­ir það að verk­um að Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að eng­ar veiðar á teg­und­inni verði stundaðar á næsta fisk­veiðiári, en ráðgjöf fyr­ir yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári ger­ir ráð fyr­ir 6.336 tonna há­marks­afla.

„Við ger­um ráð fyr­ir að stofn­stærð fari ekki upp fyr­ir varúðarmörk í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð. Jafn­vel þó við sjá­um góða nýliðun núna tek­ur það mörg ár að koma inn í stofn­inn,“ sagði Bjarki Þór.

Góðar frétt­ir af síld­inni

Ráðlagður há­marks­afli fyr­ir ís­lenska sum­argots­s­íld hækk­ar um 40% úr 66.195 tonn­um í 92.634 tonn. Stofn­stærðin er sögð fara hratt vax­andi eft­ir góða nýliðun árin 2017 og 2019.

Einnig hef­ur unnið með sum­argots­s­íld­inni að icht­hyoph­onus-sýk­ing sem herjað hef­ur á teg­und­inni virðist á und­an­haldi, en enn er tal­in ákveðin óvissa tengd sjúk­dómn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »