Leggja til hærri kvóta í ýsu, síld og gullkarfa

Bjarki Þór Elvarsson, tölfræðingur á botnsjávarsviði, kynnti ráðgjöf HAfrannsóknastofnunar í …
Bjarki Þór Elvarsson, tölfræðingur á botnsjávarsviði, kynnti ráðgjöf HAfrannsóknastofnunar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla í þorski hækkar um aðeins 1% en mjög mikil hækkun er í ráðgjöf fyrir ýsu, gullkarfa og sumargotssíld. Samdráttur er hins vegar í ufsa og grálúðu auk þess sem lagt er til friðun á djúpkarfastofninum næstu ár.

Þetta kom fram á kynningu ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar í morgun.

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að ekki verði veitt meira en 211.309 tonn af þorski fiskveiðiárið 2022/2024 sem er um 1% hækkun frá fyrri ráðgjöf. Hefði ekki verið fyrir jöfnunarreglu myndi hækkunin vera 2%. Viðmiðunarstofn þorsks er metinn á 1.069 þúsund tonn en var metinn 976 þúsund tonn á síðasta ári og hefur því stækkað um 7% milli ára. Þá eru árgangar þorsks 2019 og 2020 yfir meðaltali áranna 1986 til 2020.

Bjarki Þór Elvarsson, tölfræðingur á botnsjávarsviði, kynnti ráðgjöfina og kom fram í máli hans að gert sé ráð fyrir að þorskstofninn muni stækka á næstu tveimur en ekki séu „neinar byltingar í vændum“. Vísaði hans til nýliðunar og að árgangarnir 2013 og 2016 hefðu verið slakir og að árgangurinn 2021 hafi verið svipaður og 2016, en 2022 árgangurinn er sagður við meðaltal.

Aftur 23% hækkun í ýsu

Mikil hækkun er í ráðgjöf fyrir ýsu og leggur stofnunin til að ekki verði veitt umfram 76.415 tonn á næsta fiskveiðiári, en það er 23% hækkun frá fyrri ráðgjöf. Athygli vekur að á síðasta ári var ráðgjöfin upp á 62.219 tonn sem einnig var 23% hærra en ráðgjöfin þar á undan.

Þá telur Hafrannsóknastofnun að viðmiðunarstofn ýsu fari vaxandi næstu ár þar sem stórir árgangar frá árunum 2019 og 2020 séu byrjaðir að ganga inn í stofninn. Fyrsta mat á árgangi 2021 bendir til að hann sé við meðaltal.

Ráðgjöf fyrir ufsa lækkar um 7% milli ára og er nú lagt til að ekki verði veitt meira en 66.533 tonn af tegundinni. Viðmiðunarstofninn er metinn 5% minni en á síðasta ári. Stofnmat er sagt í samræmi við stöðu mála á síðasta ári en þá hafði verið kynnt að stofninn hafði verið ofmetinn, útskýrði Bjarki Þór.

Frá stofnmælingu HAfrannsóknastofnunar.
Frá stofnmælingu HAfrannsóknastofnunar. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Gullkarfi hástökkvari

Hafrannsóknastofnun leggur til að hámarksafli í gullkarfa á komandi fiskveiðiári verði 41.286 tonn. Það er 62% hækkun frá í fyrra þegar ráðgjöfin nam 25.545 tonnum og var það 20% minna en árið á undan (s.s. 2021). Stofnunin spáir þó hröðum samdrætti í aflamarki í gullkarfa þar sem árgangar eftir 2009 séu metnir slakir.

Bjarki Þór sagði grunninn að stofnmati gullkarfa hafi verið endurskoðaður og að nýtt stofnmat sé talið stöðugra, lýsa betur þróun vísitalna og taki tillit til breytinga í meðalþyngd og kynþroska eftir aldri sem hafa verið umtalsverðar seinni ár.

Lækkun grálúðu og friðun djúpkarfa

Lagt er til að ekki verði veitt meira en 21.541 tonn af grálúðu á fiskveiðiárinu 2023/2024 sem er 19% lækkun frá síðasta ári þegar ráðgjöf nam 26.710 tonnum.

Grálúðuafli íslenskra skipa hefur verið undir ráðlögðu aflamarki undanfarin ár en Bjarki Þór benti á að nokkur óvissa hafi verið um stofngerð grálúðu þar sem endurheimtingar á merkingum frá Kanada og Noregi hafi verið nokkrar á Íslandsmiðum.

Viðvarandi nýliðunarbrestur í djúpkarfa gerir það að verkum að Hafrannsóknastofnun leggur til að engar veiðar á tegundinni verði stundaðar á næsta fiskveiðiári, en ráðgjöf fyrir yfirstandandi fiskveiðiári gerir ráð fyrir 6.336 tonna hámarksafla.

„Við gerum ráð fyrir að stofnstærð fari ekki upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð. Jafnvel þó við sjáum góða nýliðun núna tekur það mörg ár að koma inn í stofninn,“ sagði Bjarki Þór.

Góðar fréttir af síldinni

Ráðlagður hámarksafli fyrir íslenska sumargotssíld hækkar um 40% úr 66.195 tonnum í 92.634 tonn. Stofnstærðin er sögð fara hratt vaxandi eftir góða nýliðun árin 2017 og 2019.

Einnig hefur unnið með sumargotssíldinni að ichthyophonus-sýking sem herjað hefur á tegundinni virðist á undanhaldi, en enn er talin ákveðin óvissa tengd sjúkdómnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka