„Það eru mikil vonbrigði með þorskinn“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir vonbrigði að ráðgjöf fyrir …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir vonbrigði að ráðgjöf fyrir þorsk hafi ekki verið meiri. mbl.is/Golli

„Það eru mikil vonbrigði með þorskinn. Ég taldi að við værum kannski komin með viðmiðunarstofn upp á 1.200 þúsund tonn og að við myndum horfa upp á frekari aukningu,“ svarar Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, inntur álits á nýútkominni ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2023/2024.

Aðeins 1% aukning varð í ráðgjöf stofnunarinnar í þorski milli ára og er lagt til að ekki verði veitt meira en 211.309 tonn af tegundinni.

„Þessi 1% aukning endurspeglar ekki aflabrögðin eins og þau hafa verið á miðunum. Mönnum finnst vera miklu meira af þorski en undanfarin ár,“ segir Örn sem bendir á að þorskurinn sé sérstaklega mikilvægur stofn fyrir afkomu smábátaútgerða.

„Þegar sveiflujöfnun var komið á yrði hún til þess að draga úr mikilli minnkun milli ára, en núna virkar hún sem hemill á aukningu. Við hefðum fengið aðeins meiri úthlutun ef hún væri ekki. Þetta er hluti af aflareglu sem stjórnvöld setja og spurning hvort hún ætti að vera áfram,“ veltir hann fyrir sér og vísar til þess að þorskkvótinn hefði aukist um 2% ef ekki væri fyrir jöfnunarákvæði í aflareglu sem er notuð til grundvallar útreikninga ráðgjafar.

Ýsa í takti við aflabrögð

Aftur á móti telur hann að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hafi verið í samræmi við aflabrögð þegar kemur að ýsu, en ráðgjöfin hækkar um 23% annað árið í röð og nemur hún 76.415 tonn. „Það er aukning í steinbíti sem er jákvætt, vonandi heldur hann áfram að bæta í.“

„Með ufsann hefur þetta verið upp og ofan. Það hefur gengið vel að ná honum á færi en það hefur gengið verr hjá togurunum. Það veiðist ekki allur ufsakvótinn á þessu ári,“ segir Örn. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 7% samdrátt í aflamarki í ufsa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 612,94 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 413,58 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 286,49 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 7.579 kg
Ýsa 3.346 kg
Samtals 10.925 kg
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bárður SH 81 Þorskfisknet
Þorskur 14.633 kg
Samtals 14.633 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 612,94 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 413,58 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 286,49 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 7.579 kg
Ýsa 3.346 kg
Samtals 10.925 kg
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bárður SH 81 Þorskfisknet
Þorskur 14.633 kg
Samtals 14.633 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg

Skoða allar landanir »