Herja stökkbreyttar lýs á fiska á Vestfjörðum?

Laxalús lifðu óvænt veturinn af á Vestfjörðum en ekki er …
Laxalús lifðu óvænt veturinn af á Vestfjörðum en ekki er vitað til þess að þær geti lifað í sjó mikið kaldari en 4 gráður. mbl.is/Helgi Bjarnason

Nauðsynlegt er að rannsaka hvernig laxalús gat lifað síðastliðinn vetur af og ekki síst fjölgað sér í þeim kalda sjó sem var á eldissvæðunum á Vestfjörðum í vetur. Hvergi hefur þekkst að laxalús geti ráðið við slíkar aðstæður en óvænt þurfti að grípa til beitingu lúsalyfja í Arnarfirði og Patreksfirði undir lok síðasta mánaðar.

„Það má segja að það hafi komið okkur á óvart að það hafi komið lús í þessu magni á þessum tíma. Sjórinn hafði verið óvenju kaldur í vetur og var um tíma bara 0,2 gráður í janúar og mars. Svo voru þetta svæði sem höfðu verið meðhöndluð með lyfjafóðrinu Slice fyrir áramót,“ segir Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun.

Lús er venjulega ekki talin yfir vetrartímann þar sem hún er sögð ekki getað lifað í mjög köldum sjó og alls ekki fjölgað sér. „Það var eitthvað um lús þarna í desember og það að hún hafi lifað þennan vetur af, þar sem var mjög kalt í sjó og mjög kaldari í sjó en í mörg ár á undan, og hafi getað farið að framleiða afkvæmi þegar hitinn var um fjórar gráður er ekki eðlilegt. Samkvæmt öllum þekktum vísindum ættu menn ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Það þarf að rannsaka þetta miklu betur.“

Ekki er vitað hvað olli því að lúsin lifði veturinn af. „Það getur verið að þetta sé tilfallandi tilfelli og erum við þess vegna að vakta stöðuna, en það getur líka verið að lúsin sé að þróa aukið kuldaþol. Það eru í sjálfu sér engar rannsóknir í gangi á laxalús og það er verkefni sem heyrir ekki undir okkur,“ segir Karl Steinar. Hann segir kanadíska og norska kollega sína vart trúa því að þetta hafi átt sér stað.

Lúsin festir sig á fiksi og nærist á honum.
Lúsin festir sig á fiksi og nærist á honum. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Bannað að telja í kulda

Fjallað var um það á 200 mílum í vikunni að fiskisjúkdómanefnd hafi samþykkt notkun lúsalyfja en ekkert hafi verið birt í mælaborði fiskeldis sem gaf til kynna að lús hafi verið í eins miklum mæli á svæðinu. Það hafi hins vegar verið upplýsingar frá laxeldisfyrirtækjunum sem fylgdi umsóknum þeirra um að beita lyfjum sem leiddi til ákvörðunar nefndarinnar.

Formleg vöktun lúsafjölda er hins vegar takmörkunum háð. „Samkvæmt reglugerð má ekki telja lús þegar sjávarhiti er fjórar gráður eða minni. Með þeim aðferðum sem við notum þarf að taka fisk upp úr kvíunum og telja lús. Út af velferðarsjónarmiðum er ekki talið þar sem það hefur neikvæð áhrif á fiskinn að taka hann upp úr svona köldum sjó.“

Karl Steinar segir gildandi reglugerð gera ráð fyrir að upplýsingar um lús berist Matvælastofnun einu sinni í mánuði. „Þá í síðasta lagi fimmtánda næsta mánaðar. Þannig að tölurnar fyrir maí, sem við erum að vinna með, þær koma formlega í síðasta lagi til okkar 15. júní og birtast í mælaborði fiskeldis undir lok júní. Við viljum eiga samtal við greinina um tíðari upplýsingagjöf, sérstaklega um lús, og við viljum að í reglugerðarbreytingum sem nú er unnið að verði einnig innleidd skil á upplýsingum oftar en einu sinni í mánuði.“

Tækifæri með nýjum tækjum

Ekki er tekin ákvörðun um beitingu lyfja af léttúð að sögn Karls Steinars. „Við höfum skoðað reynslu Norðmanna af lyfjum og því stigið mjög varlega til jarðar þegar kemur að notkun þeirra hér á landi. Við heimiluðum þetta því þetta er viðkvæmur tími, meðal annars göngutími seiða.“

Hann segir full mögulegt að skoða frekari lúsatalningu en framkvæmt hefur verið hingað til án þess að valda of mikilli röskun fyrir fiskinn. Hafnar séu prófanir á Vestfjörðum með svokölluðu Optoscale-tæki sem telur lúsina neðansjávar. „Þetta er sjálfvirkur búnar sem menn eru rétt byrjaðir að prófa sig áfram með.“

Laxeldi hefur farið vaxandi hér á landi.
Laxeldi hefur farið vaxandi hér á landi. mbl.is/Helgi Bjarnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 593,68 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 410,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,82 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 593,68 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 410,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,82 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »