„Úrbætur í innsiglingunni eru mikilvægt mál fyrir samfélagið á Höfn,“ segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri á Hornafirði. Tilkynnt var fyrir helgi að innviðaráðherra hefði falið Vegagerðinni að hefja aðgerðir við dýpkun siglingaleiðar um Grynnslin utan við Hornafjarðarós. Þar myndast sandrif sem skip geta átt erfitt með að komast yfir sé djúprista þeirra mikil. Sérstaklega hefur reynt á þetta á loðnuvertíðum þegar fara þarf inn á stórum uppsjávarskipum.
„Skinney-Þinganes, sem er stórt fyrirtæki hér í bæ og burðarás í atvinnulífinu, áformar að fara í stórtæka uppbyggingu á vinnslu fyrir uppsjávarafurðir. Þau áform hafa hins vegar verið í biðstöðu meðan er kannað hvort koma megi innsiglingunni í lag,“ segir Sigurjón.
Danska ráðgjafarfyrirtækið DHI hefur unnið að rannsóknum í Grynnslunum sem eru nauðsynlegur undirbúningur aðgerða sem þurfa að duga til lengri tíma.
„Stefnan er að næsta vetur verði hér á Höfn dýpkunarskip sem hægt verði að nýta alltaf þegar veður leyfir til að dýpka siglingarennuna. Þannig mun Vegagerðin, sem hefur þessar framkvæmdir með höndum, fá reynslu til lengri tíma við að tryggja góða og greiða innsiglingu hér. Þetta er mikilvægt verkefni, en þó minna umfangs en til dæmis viðvarandi aðgerðir í Landeyjahöfn,“ segir Sigurjón Andrésson.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |