Tveggja áratuga skráningarkerfi heyrir sögunni til

Sjómenn á Blængi NK að störfum í brælu. Nýtt skráningarkerfi …
Sjómenn á Blængi NK að störfum í brælu. Nýtt skráningarkerfi á að auðvelda alla umsýslu er snýr að skráningu skipa og lögskráningu áhafnar. Ljósmynd/Kristján Birkisson

Tekið hefur verið í notkun nýtt tölvukerfi fyrir skipaskrá og lögskráningu sjómanna. Samgöngustofa hefur gefið kerfinu nafnið SKÚTAN og á hún að leysa af hólmi fimm eldri tölvukerfi sem rekja má aftur til ársins 2002, að því er fram kom í sjómannadagsblaði 200 mílna.

„Skútan er nútímalegri og notendavænni að öllu leyti,“ fullyrðir Samgöngustofa í tilkynningu á vef sínum. Þar segir að auðveldara verði að uppfæra kerfið að þörfum notenda og kröfum laga. Þá sé einnig gert ráð fyrir því að sjómenn geti í framtíðinni nálgast upplýsingar um sig sjálfa í gegnum island.is, til að mynda upplýsingar um menntun sína og þjálfun, atvinnuskírteini sín og gildistíma þeirra, siglingatíma og öryggisfræðslu sem þeir hafa lokið og hvenær þarf að endurnýja hana.

Þá segir að Skútan sé notendastýrð og er skipaskráin aðgengileg skoðunar- og eftirlitsaðilum skipa til innskráningar og opinberum aðilum og fyrirtækjum sem hlutverks síns vegna þurfa að hafa aðgang að henni. Auk þess er öllum frjálst að sækja um lesaðgang að skipaskrá en þó gegn greiðslu gjalds til Samgöngustofu.

Lögskráning sjómanna verður hins vegar aðeins aðgengileg menntastofnunum til innfærslu á námi og námskeiðum sem sjómenn hafa lokið, sem og þeim sem hafa aðgang til að lögskrá á skip en þó að undangenginni umsókn til stofnunarinnar.

Aukin skilvirkni

Í skipaskránni má finna allar upplýsingar um hvaða skip eru á skipaskrá, allar tækniupplýsingar um skipin og búnað þeirra, skoðanir og eftirlit á skipum og skipsbúnaði, útgáfu skips- og haffærisskírteina og gildistíma þeirra.

Með nýja kerfinu fylgja breytingar á heildarfyrirkomulagi skoðunar skipa. „Skip fá úthlutað afmælisdagsetningu og má skoðun fara fram allt að þremur mánuðum fyrir og þremur mánuðum eftir þá dagsetningu. Þetta fyrirkomulag hefur lengi verið við lýði í alþjóðaumhverfi siglinga en tölvukerfi skipaskrár réð ekki við það. Þá fara öll skip í fimm ára skoðunarhring þar sem endurnýjunarskoðun fer fram á fimm ára fresti í stað fjögurra. Það fyrirkomulag er til samræmis við helstu alþjóðasamninga á sviði siglinga og þau ríki sem Ísland ber sig saman við. Allar skoðanir eru skráðar inn í Skútuna og verður mögulegt að gefa út skírteini og skoðunarskýrslur alfarið rafrænt þegar fram líða stundir,“ segir í tilkynningunni.

Nótin dregin inn.
Nótin dregin inn. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Haffærisskírteini verða nú gefin út til rúms árs í senn þrátt fyrir aðfinnslur við skoðun skips, en skírteinið fellur sjálfkrafa úr gildi, sé ekki farið í endurskoðun. „Þessi breyting einfaldar umsýslu og minnkar umsvif við útgáfu haffærisskírteina í tilvikum þar sem minniháttar atriði sem krefjast endurskoðunar eru við skoðun.“

Talið er að þessi breyting stuðli að auknum sveigjanleika og fyrirsjáanleika fyrir útgerðir þar sem skoðanir verða á sama tíma á hverju ári. „Þar sem öll skip fara í fimm ára skoðunarhring einfaldar kerfið umsýslu og utanumhald hjá útgerðum og eftirlitsstofnunum. Þá verða samlegðaráhrif af því að hægt verði að gera allar skoðanir sem skip fer í árlega á sama tíma. Það sparar tíma og utanumhald hjá útgerðum.“

Skipstjóri og vélstjóri

„Lögskráning sjómanna geymir upplýsingar í tengslum við útgáfu atvinnuskírteina sjómanna, t.d. um menntun, þjálfun, siglingatíma og öryggisfræðslu. Auk þess geymir það upplýsingar um útgefin atvinnuskírteini, lögskráningar á einstök skip, kröfur um lágmarksmönnun skipa og frávik frá þeim, undanþágur, áhafnatryggingar, farþegaleyfi farþegaskipa í áætlunarsiglingum og farþegaskipa og farþegabáta í útsýnis-, skoðunar- og veiðiferðum,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur að með Skútunni fylgi einnig lagfæringar á eldra lögskráningarkerfi sjómanna. Verður hægt að lögskrá í samsettar stöður þegar heimilt er að skipstjóri sé jafnframt vélstjóri og hann hefur réttindi í báðar stöður. Einnig er búið að tengja mönnunarreglur farþegabáta og farþegaskipa við réttindaflokka sjómanna.

Óheimilt er að halda úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir á skip og séu með viðeigandi atvinnuréttindi. Jafnframt er krafist gilds haffærisskírteinis, að skipið sé mannað miðað við stærð þess, vélarafl, farsvið og útivist, staðfestingu á að skipverjar hafi hlotið öryggisfræðslu og í gildi sé áhafnartrygging fyrir alla um borð.

Í lok tilkynningarinnar hvetur Samgöngustofa alla þá sem nota Skútuna til að koma til stofnunarinnar upplýsingum um villur eða það sem betur má fara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »