American Seafoods stækkar flota sinn

Phoenix hefur verið keypt af American Seafoods og fær nafnið …
Phoenix hefur verið keypt af American Seafoods og fær nafnið American Empress II. Ljósmynd/Phoenix Processor Limited Partnership

Bandaríska sjávarútvegsfyrirtækið American Seafoods Group hefur fest kaup á verksmiðjutogaranum Phoenix sem gert hefur verið út af Phoenix Processor Limited Partnership í Seattle í Washington-ríki. Skipið fær nú nafnið American Empress II og er gert ráð fyrir að það hefju veiðar fyrir nýja eigendur á kolmúla í ágúst.

Skipið er talið styrkja hagkvæmni og skilvirkni veiða American Seafoods, að því er segir í tilkynnignu frá félaginu.

„Það er með mikilli ánægju að American Seafoods bætir American Empress II við flota sinn,“ segir Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods, í tilkynnignunni.

Við stöndum á mikilvægum tímamótum í sögu American Seafoods, þar sem við stækkum á sjálfbæran og ábyrgan hátt og styrkjum leiðandi stöðu okkar í villtum alaskaufsa og kolmúla. Þessi viðbót við flota American Seafoods er nýjasta dæmið um markvissar fjárfestingar félagsins í afkastagetu og innviðum sem þjóna vaxandi hóp viðskiptavina um allan heim,“ segir hann.

Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods.
Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods. mbl.is/Gunnlaugur Snær

Nafnið á sér sögu

Nafnið sem skipinu er gefið, American Empress II, á sér mikla sögu innan félagsins og má rekja til American Empress sem var smíðað fyrir stofnenda félagsins, Kjell Inge Rökke, árið 1988 og var þá fyrsta sinnar tegundar.

American Empress II er 84 metra að lengd, 13,42 metra að breidd og er 3.124 brúttótonn. Skipið var smíðað 1974 en hefur tekið miklum breytingum síðan. Upphaflega var skipið smíðað fyrir bresku útgerðina Theriot Offshore International, en var selt til Bandaríkjanna árið 1988.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 584,11 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 355,61 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg
5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 413 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 760 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 584,11 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 355,61 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg
5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 413 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 760 kg

Skoða allar landanir »