American Seafoods stækkar flota sinn

Phoenix hefur verið keypt af American Seafoods og fær nafnið …
Phoenix hefur verið keypt af American Seafoods og fær nafnið American Empress II. Ljósmynd/Phoenix Processor Limited Partnership

Bandaríska sjávarútvegsfyrirtækið American Seafoods Group hefur fest kaup á verksmiðjutogaranum Phoenix sem gert hefur verið út af Phoenix Processor Limited Partnership í Seattle í Washington-ríki. Skipið fær nú nafnið American Empress II og er gert ráð fyrir að það hefju veiðar fyrir nýja eigendur á kolmúla í ágúst.

Skipið er talið styrkja hagkvæmni og skilvirkni veiða American Seafoods, að því er segir í tilkynnignu frá félaginu.

„Það er með mikilli ánægju að American Seafoods bætir American Empress II við flota sinn,“ segir Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods, í tilkynnignunni.

Við stöndum á mikilvægum tímamótum í sögu American Seafoods, þar sem við stækkum á sjálfbæran og ábyrgan hátt og styrkjum leiðandi stöðu okkar í villtum alaskaufsa og kolmúla. Þessi viðbót við flota American Seafoods er nýjasta dæmið um markvissar fjárfestingar félagsins í afkastagetu og innviðum sem þjóna vaxandi hóp viðskiptavina um allan heim,“ segir hann.

Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods.
Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods. mbl.is/Gunnlaugur Snær

Nafnið á sér sögu

Nafnið sem skipinu er gefið, American Empress II, á sér mikla sögu innan félagsins og má rekja til American Empress sem var smíðað fyrir stofnenda félagsins, Kjell Inge Rökke, árið 1988 og var þá fyrsta sinnar tegundar.

American Empress II er 84 metra að lengd, 13,42 metra að breidd og er 3.124 brúttótonn. Skipið var smíðað 1974 en hefur tekið miklum breytingum síðan. Upphaflega var skipið smíðað fyrir bresku útgerðina Theriot Offshore International, en var selt til Bandaríkjanna árið 1988.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 566,44 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 375,06 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 4.724 kg
Þorskur 322 kg
Samtals 5.046 kg
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 13 kg
Samtals 13 kg
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.596 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.624 kg
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Skrápflúra 865 kg
Ýsa 704 kg
Þorskur 471 kg
Sandkoli 216 kg
Skarkoli 126 kg
Steinbítur 76 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.462 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 566,44 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 375,06 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 4.724 kg
Þorskur 322 kg
Samtals 5.046 kg
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 13 kg
Samtals 13 kg
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.596 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.624 kg
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Skrápflúra 865 kg
Ýsa 704 kg
Þorskur 471 kg
Sandkoli 216 kg
Skarkoli 126 kg
Steinbítur 76 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.462 kg

Skoða allar landanir »