Leggja niður rækjuvinnslu á Hólmavík

Rækjuvinnsla Hólmadrangs Hólmavík stöðvuð
Rækjuvinnsla Hólmadrangs Hólmavík stöðvuð Ljósmynd/Samherji

Stjórn Hólmadrangs hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu félagsins á Hólmavík um næstu mánaðarmót, þar sem reksturinn hefur verið erfiður um langa hríð, þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja

Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, tók yfir rekstur rækjuvinnslu Hólmadrangs síðla árs 2019 en Hólmdrangur var þá í greiðslustöðvun. Frá þeim tíma hefur reksturinn verið erfiður þrátt fyrir að Snæfell hafi stutt við reksturinn með ýmsum hætti, með það að markmiði að halda rekstrinum áfram. 

Starfsfólk var í dag upplýst um ákvörðunina og að óbreyttu komi til uppsagna um mánaðarmótin, en starfsmenn félagsins eru um tuttugu.

Tap rekstur

Arður hefur ekki verið greiddur úr félaginu frá því Snæfell kom að rekstrinum þar sem taprekstur hefur verið viðvarandi á síðustu árum. 

Ekki hefur verið greiddur út arður úr félaginu frá því Snæfell kom að rekstrinum. Tap síðasta árs var 205 milljónir króna samkvæmt ársreikningi. Eigið fé var neikvætt um 360 milljónir króna í árslok 2022 og eiginfjárhlutfall neikvætt um 28%. Helstu eignir Hólmadrangs felast í húsnæði, búnaði og birgðum.

Allt hráefni innflutt

Staðsetning vinnslunnar er á margan hátt óhagstæð þar sem flutningskostnaður á hráefni er mikill en allt hráefni sem unnið er í rækjuvinnslunni er að mestu innflutt frá norður Noregi og Kanada þar sem engar veiðiheimildir eru í félaginu. Þá er skortur á frystigeymslum á Hólmavík og því hefur þurft að geyma hluta hráefnisins í öðrum landshluta með tilheyrandi kostnaði. 

Þá er komið að endurnýjun bæði húsnæðis og tækjabúnaðar en það er mat Hólmadrangs að reksturinn standi ekki undir slíkri fjárfestingu. Leitað hefur verið annarra leiða til þess að tryggja áframhaldandi rekstur án árangurs. 

Hólmdrangur vonast til þess að aðilar sem koma að atvinnumálum Strandarbyggðar kanni möguleika á annarri starfsemi í húsnæði félagsins og mun leggja byggðinni lið við þá vinnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 6.817 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 10.334 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg
20.1.25 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 31.865 kg
Karfi 10.594 kg
Samtals 42.459 kg
20.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 28.858 kg
Karfi 19.379 kg
Ýsa 4.883 kg
Ufsi 1.835 kg
Langa 1.290 kg
Skarkoli 1.208 kg
Steinbítur 415 kg
Blálanga 271 kg
Sandkoli 152 kg
Þykkvalúra 102 kg
Skötuselur 16 kg
Samtals 58.409 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 6.817 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 10.334 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg
20.1.25 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 31.865 kg
Karfi 10.594 kg
Samtals 42.459 kg
20.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 28.858 kg
Karfi 19.379 kg
Ýsa 4.883 kg
Ufsi 1.835 kg
Langa 1.290 kg
Skarkoli 1.208 kg
Steinbítur 415 kg
Blálanga 271 kg
Sandkoli 152 kg
Þykkvalúra 102 kg
Skötuselur 16 kg
Samtals 58.409 kg

Skoða allar landanir »