Lönduðu 102 þúsund tonnum

Vænn afli á Frosta ÞH. Afli íslenskra fiskiskipa var nokkuð …
Vænn afli á Frosta ÞH. Afli íslenskra fiskiskipa var nokkuð minni í maí síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Afli íslenskra fiskiskipa var tæplega 102 þúsund tonn í maí síðastliðnum sem er 11% minni afli en sama mánuð á síðasta ári, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þetta rímar vel við samdrátt í veiðiheimildum í þorski, lakan árangur veiða á ufsa og góðar kolmunnaveiðar fyrr á árinu.

Botnfiskafli var 38 þúsund tonn í maí sem er 16% minna en á síðasta ári. Dróst hlutfallslega mest saman í ufsa en togurunum hefur gengið illa að ná tegundinni í vor. Þá varð 17% samdráttur í þorski og er það í samræmi við samdrátt í aflaheimildum undanfarin ár, en fjöldi skipa og báta hafa þegar klárað heimildir sínar.

20% aukning hefur þó orðið í ýsu sem er í samræmi við 23% aukningu í veiðiheimildum milli fiskveiðiára. Sérstaka athygli vekur að annar botnfiskafli eykst um 43%.

Meira af kolmunna á 12 mánaða tímabili

Tæplega 60 þúsund tonnum af kolmunna var landað í maí og er það 35% minna en í sama mánuði árið 2022. Vert er þó að minna á að veiðar gengu einstaklega vel fyrr í vor og hafa íslensku fiskiskipin þegar landað tæpum 222 þúsund tonnum af kolmunna á fiskveiðiárinu.

Þetta sést enn betur þegar rýnt er í aflatölur á 12 mánaða tímabili júní 2022 til maí 2023 þegar fiskiskipin lönduðu 260 þúsund tonnum af kolmunna en á 12 mánaða tímabilinu á undan lönduðu þau rúmu 201 þúsund tonni.

Á undanförnum tólf mánuðum var heildarafli íslenskra fiskiskipa 1.346 tonn sem er 11% minna en tólf mánaða tímabil á undan. Varð 9% samdráttur í botnfiskafla en 13% samdráttur í uppsjávarafla, en loðnuvertíðin síðasta var umtalsvert minni en sú á undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 561,58 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 396,48 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,22 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 57.391 kg
Karfi 14.681 kg
Ufsi 2.439 kg
Skarkoli 2.202 kg
Ýsa 1.880 kg
Langa 871 kg
Steinbítur 315 kg
Hlýri 151 kg
Grásleppa 134 kg
Sandkoli 103 kg
Þykkvalúra 66 kg
Langlúra 52 kg
Keila 18 kg
Skötuselur 3 kg
Samtals 80.306 kg
19.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 16.086 kg
Langa 691 kg
Ýsa 509 kg
Samtals 17.286 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 561,58 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 396,48 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,22 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 57.391 kg
Karfi 14.681 kg
Ufsi 2.439 kg
Skarkoli 2.202 kg
Ýsa 1.880 kg
Langa 871 kg
Steinbítur 315 kg
Hlýri 151 kg
Grásleppa 134 kg
Sandkoli 103 kg
Þykkvalúra 66 kg
Langlúra 52 kg
Keila 18 kg
Skötuselur 3 kg
Samtals 80.306 kg
19.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 16.086 kg
Langa 691 kg
Ýsa 509 kg
Samtals 17.286 kg

Skoða allar landanir »