Fylgjast með ferðum hvalveiðaandstæðingsins

Fylgst er með ferðum skips Paul Watsons John Paul DeJoria …
Fylgst er með ferðum skips Paul Watsons John Paul DeJoria í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan fylgist með ferðum skips Paul Watson, John Paul DeJoria, sem væntanlegt er hingað til landsins. Henni er kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn skipsins hefur gefið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn mbl.is.

Paul Wat­son, stofn­andi um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Sea Shepherd, hef­ur boðað komu sína og áhafn­ar sinn­ar á skip­inu John Paul DeJoria á Íslands­mið á morg­un. Er ætlun Watsons sú að koma í veg fyrir hvalveiðar og fer hann fram á í bréfi til Alþingis að leyfi Hvals hf. verði afturkallað. 

Fylgjast með ferðum skipsins í stjórnstöðinni

„Landhelgisgæslunni er kunnugt um yfirlýsingar Paul Watson og fylgist með ferðum skipsins í stjórnstöðinni,“ segir í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn mbl.is.

„Skipið er ekki komið inn í íslenska efnahagslögsögu en fylgst er með ferðum þess líkt og öðrum skipum sem væntanleg eru til landsins. Áfram verður síðan fylgst með skipinu eftir að það kemur inn í lögsöguna.“

Ekki heimild til að vísa skipum úr landhelginni

Hefur landhelgisgæslan heimild til þess að vísa skipinu á brott?

„Innan íslenskrar efnahagslögsögu er skipið á alþjóðlegu hafsvæði og hefur rétt til þess að sigla þar um, að því gefnu að það fylgi þeim lögum og reglum sem þar gilda,“ segir í svari Ásgeirs. Þá segir hann Landhelgisgæsluna ekki hafa heimild til þess að vísa skipum úr landhelginni. Hún geti þó fært skip til hafnar ef grunur leikur á lögbroti.

Grípa inn í eftir aðstæðum

Hver eru viðbrögð Landhelgisgæslunnar við komu John Paul DeJoria á Íslandsmið? Verður gefin út handtökuskipun?

„Ef landhelgisgæslan verður vör við lögbrot á hafsvæðinu umhverfis Ísland er það hlutverk hennar að grípa inn í eftir aðstæðum,“ segir í skriflegu svari Ásgeirs. Hann lætur ekkert uppi um það hvort líkur séu á því að handtökuskipun á hendur Watson verði gefin út á næstu dögum.

„Landhelgisgæslan er meðvituð um alþjóðlega handtökuskipun gegn Watson sem strandgæsla Japan fékk gefna út árið 2010.“ Þetta kemur einnig fram í svari Ásgeirs.

Ekki fékkst svar við fyrirspurn mbl.is um hlutverk Landhelgisgæslunnar þegar kemur að alþjóðlegu handtökuskipuninni gegn Watson.

Ásgeir Erlendsson er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Ásgeir Erlendsson er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,12 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 581,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,59 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 320,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 259,52 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 229,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 6.527 kg
Ýsa 183 kg
Steinbítur 117 kg
Samtals 6.827 kg
9.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 9.213 kg
Ýsa 984 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 10.278 kg
9.1.25 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 8.919 kg
Ýsa 1.746 kg
Keila 102 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 10.805 kg
9.1.25 Sólrún EA 151 Lína
Þorskur 7.674 kg
Ýsa 1.017 kg
Karfi 396 kg
Hlýri 222 kg
Keila 61 kg
Samtals 9.370 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,12 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 581,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,59 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 320,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 259,52 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 229,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 6.527 kg
Ýsa 183 kg
Steinbítur 117 kg
Samtals 6.827 kg
9.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 9.213 kg
Ýsa 984 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 10.278 kg
9.1.25 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 8.919 kg
Ýsa 1.746 kg
Keila 102 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 10.805 kg
9.1.25 Sólrún EA 151 Lína
Þorskur 7.674 kg
Ýsa 1.017 kg
Karfi 396 kg
Hlýri 222 kg
Keila 61 kg
Samtals 9.370 kg

Skoða allar landanir »