„Hafa ekkert bitastætt séð ennþá“

Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa hjá Brim, segir skip félagsins hafi …
Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa hjá Brim, segir skip félagsins hafi lítið fundið af makríl suðaustur af landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Makrílvertíðin er þannig séð í startholunum. Okkar skip fóru út aðfarnótt laugardags og eru núna að leita við Sauðausturland. Þeir hafa ekkert bitastætt séð ennþá en finna vonandi eitthvað í veiðanlegu magni. Hef heyrt að einhverjar útgerðir séu að senda sín skip af stað núna í vikunni,“ segir Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa hjá Brim.

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að ekki verði veitt meira en 782.066 tonn og hafa íslensk stjórnvöld úthlutað 129 þúsund tonna kvóta í samræmi við tilkall Íslands til 16,4% af ráðlögðum hámarksafla. Skipin hafa þó veiðiheimildir fyrir 143.767 tonnum vegna ónýttra heimilda á síðasta ári.

Íslensku skipin þurftu að sigla langt til að ná makrílnum á síðasta ári sem hafði í för með sér verulegan kostnað vegna hás olíuverðs. Spurður hvort væntingar séu til þess að gangi betur eða verr í ár að ná makrílnum svarar Ingimundur: „Við veiddum mest allt í fyrra í Smugunni og það gæti alveg orðið þannig í ár.  En þetta veit maður ekkert fyrr en eftir á.“

Venus NS er ásamt Víkingi AK í leit að makríl.
Venus NS er ásamt Víkingi AK í leit að makríl. mbl.is/Börkur Kjartansson

Ómögulegt að hafa áhygjur

Nokkur samdráttur hefur verið í útgáfu aflaheimidla í makríl á undanförnum árum, þetta telur Ingimundur ekki áhyggjuefni. „Sveiflur i úthlutun í uppsjávarfiski eru vel þekktar og ómögulegt að hafa endalaust áhyggjur af því.“

Sem fyrr segir er makrílvertíðin rétt að byrja og hefur viðhaldi verið sinnt um borð í mörgum uppsjávarskipum eftir velheppnaðar kolmunnaveiðar í vor. Var meðal annars Huginn VE og Beitir NK teknir í slipp á Akureyri, en Hoffell SU verið við bryggju á Fáskrúðsfirði frá því um miðjan maí.

Huginn VE tekinn í slipp á Akureyri í maí og …
Huginn VE tekinn í slipp á Akureyri í maí og síðan Beitir NK. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »