Afli íslenskra fiskiskipa var tæplega 102 þúsund tonn í maí síðastliðnum sem er 11% minni afli en sama mánuð á síðasta ári, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þetta rímar vel við samdrátt í veiðiheimildum í þorski, lakan árangur veiða á ufsa og góðar kolmunnaveiðar fyrr á árinu.
Botnfiskafli var 38 þúsund tonn í maí sem er 16% minna en á síðasta ári. Dróst hlutfallslega mest saman í ufsa en togurunum hefur gengið illa að ná tegundinni í vor. Þá varð 17% samdráttur í þorski og er það í samræmi við samdrátt í aflaheimildum undanfarin ár, en fjöldi skipa og báta hafa þegar klárað heimildir sínar.
20% aukning hefur þó orðið í ýsu sem er í samræmi við 23% aukningu í veiðiheimildum milli fiskveiðiára. Sérstaka athygli vekur að annar botnfiskafli eykst um 43%.
Tæplega 60 þúsund tonnum af kolmunna var landað í maí og er það 35% minna en í sama mánuði árið 2022. Vert er þó að minna á að veiðar gengu einstaklega vel fyrr í vor og hafa íslensku fiskiskipin þegar landað tæpum 222 þúsund tonnum af kolmunna á fiskveiðiárinu.
Þetta sést enn betur þegar rýnt er í aflatölur á 12 mánaða tímabili júní 2022 til maí 2023 þegar fiskiskipin lönduðu 260 þúsund tonnum af kolmunna en á 12 mánaða tímabilinu á undan lönduðu þau rúmu 201 þúsund tonni.
Á undanförnum tólf mánuðum var heildarafli íslenskra fiskiskipa 1.346 tonn sem er 11% minna en tólf mánaða tímabil á undan. Varð 9% samdráttur í botnfiskafla en 13% samdráttur í uppsjávarafla, en loðnuvertíðin síðasta var umtalsvert minni en sú á undan.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.1.25 | 540,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.1.25 | 660,38 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.1.25 | 389,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.1.25 | 324,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.1.25 | 283,17 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.1.25 | 244,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.1.25 | 216,49 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.1.25 | 540,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.1.25 | 660,38 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.1.25 | 389,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.1.25 | 324,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.1.25 | 283,17 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.1.25 | 244,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.1.25 | 216,49 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |