Sömdu við Breta um makrílveiðar

Bjørnar Selnes Skjæran, sjávarútvegsráðherra Noregs, kveðst fagna samningi um veiðar …
Bjørnar Selnes Skjæran, sjávarútvegsráðherra Noregs, kveðst fagna samningi um veiðar norskra skipa í breskri lögsögu. Ljósmynd/NTB Kommunikasjon/Statsministerens kontor

Norðmenn hafa gengið frá samn­ing­um við Bret­land um mak­ríl­veiðar sum­ars­ins. Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér að bresk skip fá að veiða 24.635 tonn sem út­hluta átti til norskra skipa gegn því að norsku skip­in mega veiða 135.141 tonn af sín­um veiðiheim­ild­um í mak­ríl í breskri lög­sögu.

„Ég fagna því að Nor­eg­ur og Bret­land hafi áð sam­komu­lagi um stjórn­un mak­ríl­veiða árs­ins 2023,“ er haft eft­ir Bjørn­ar Skjær­an, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, í til­kynn­ingu á vef norska stjórn­ar­ráðsins.

Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) hef­ur lagt til að ekki verði veitt meira en 782.066 tonn af mak­ríl á þessu ári. Nor­eg­ur hyggðist út­hluta 249.870 tonn til sinna skipa eða 31,95% af ráðgjöf­inni, en mun með til­liti til samn­ings­ins og yf­ir­færslu veiðiheim­ilda frá síðasta ári veita skip­un­um heim­idl til veiða á 245.688 tonn­um. Bret­land hef­ur út­hlutað 210.814 tonn­um til breskra skipa eða tæp 27% af ráðgjöf­inni.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar.
Útbreiðsla kol­munna mak­ríls og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar. Kort/​mbl.is

„Bret­land og Nor­eg­ur eru tvær stærstu mak­rílþjóðirn­ar og er samn­ing­ur­inn því mik­il­vægt skref í átt að enn betri stjórn­un mak­ríl­stofns­ins og minnkað veiðiálag. Það hefði auðvitað verið ágætt ef við hefðum náð sam­komu­lagi sem næði einnig til hinna strand­ríkj­anna og ég vona að það for­dæmi sem Norðmenn og Bret­ar hafa gefið hjálpi hinum strand­ríkj­un­um smám sam­an að fylgja í kjöl­farið,“ seg­ir Skjær­an.

Talið slæmt for­dæmi

Það hef­ur hins veg­ar verið ljóst að ekki eru all­ir sátt­ir með samn­ing­in og hafa heyrst gagn­rýn­isradd­ir meðal norskra út­gerðarmanna sem ótt­ast að mynd­ast hafi ný hefð við gerða samn­inga um deili­stofna sem felst í að greiða fyr­ir aðgengi að lög­sögu ríkja með afla­heim­ild­um, að því er fram kem­ur í Fiskeri­bla­det.

Benda þeir meðal ann­ars á norsk-ís­lensk síld og þorsk­ur séu mik­il­væg­ir deili­stofn­ar sem norsk skip veiða og að hingað til hafi ekki verið greitt fyr­ir aðgengi að lög­sögu með afla­heim­idl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 555,51 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,01 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 332,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg
1.4.25 Sigrún Björk ÞH 100 Handfæri
Þorskur 2.778 kg
Ufsi 80 kg
Samtals 2.858 kg
1.4.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 520 kg
Þorskur 417 kg
Skarkoli 169 kg
Samtals 1.106 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 555,51 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,01 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 332,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg
1.4.25 Sigrún Björk ÞH 100 Handfæri
Þorskur 2.778 kg
Ufsi 80 kg
Samtals 2.858 kg
1.4.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 520 kg
Þorskur 417 kg
Skarkoli 169 kg
Samtals 1.106 kg

Skoða allar landanir »

Loka