Sömdu við Breta um makrílveiðar

Bjørnar Selnes Skjæran, sjávarútvegsráðherra Noregs, kveðst fagna samningi um veiðar …
Bjørnar Selnes Skjæran, sjávarútvegsráðherra Noregs, kveðst fagna samningi um veiðar norskra skipa í breskri lögsögu. Ljósmynd/NTB Kommunikasjon/Statsministerens kontor

Norðmenn hafa gengið frá samningum við Bretland um makrílveiðar sumarsins. Samningurinn felur í sér að bresk skip fá að veiða 24.635 tonn sem úthluta átti til norskra skipa gegn því að norsku skipin mega veiða 135.141 tonn af sínum veiðiheimildum í makríl í breskri lögsögu.

„Ég fagna því að Noregur og Bretland hafi áð samkomulagi um stjórnun makrílveiða ársins 2023,“ er haft eftir Bjørnar Skjæran, sjávarútvegsráðherra Noregs, í tilkynningu á vef norska stjórnarráðsins.

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur lagt til að ekki verði veitt meira en 782.066 tonn af makríl á þessu ári. Noregur hyggðist úthluta 249.870 tonn til sinna skipa eða 31,95% af ráðgjöfinni, en mun með tilliti til samningsins og yfirfærslu veiðiheimilda frá síðasta ári veita skipunum heimidl til veiða á 245.688 tonnum. Bretland hefur úthlutað 210.814 tonnum til breskra skipa eða tæp 27% af ráðgjöfinni.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar.
Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Kort/mbl.is

„Bretland og Noregur eru tvær stærstu makrílþjóðirnar og er samningurinn því mikilvægt skref í átt að enn betri stjórnun makrílstofnsins og minnkað veiðiálag. Það hefði auðvitað verið ágætt ef við hefðum náð samkomulagi sem næði einnig til hinna strandríkjanna og ég vona að það fordæmi sem Norðmenn og Bretar hafa gefið hjálpi hinum strandríkjunum smám saman að fylgja í kjölfarið,“ segir Skjæran.

Talið slæmt fordæmi

Það hefur hins vegar verið ljóst að ekki eru allir sáttir með samningin og hafa heyrst gagnrýnisraddir meðal norskra útgerðarmanna sem óttast að myndast hafi ný hefð við gerða samninga um deilistofna sem felst í að greiða fyrir aðgengi að lögsögu ríkja með aflaheimildum, að því er fram kemur í Fiskeribladet.

Benda þeir meðal annars á norsk-íslensk síld og þorskur séu mikilvægir deilistofnar sem norsk skip veiða og að hingað til hafi ekki verið greitt fyrir aðgengi að lögsögu með aflaheimidlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »