Fyrst til að bjóða starfsþjálfun í skipstjórn

Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir skipstjórnarnemi, Snæfríður Einarsdóttir áhafnarstjóri hjá Eimskip og …
Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir skipstjórnarnemi, Snæfríður Einarsdóttir áhafnarstjóri hjá Eimskip og Hildur Ingvarsdóttir skólameistari hjá Tækniskólanum Ljósmynd/Eimskip

Eimskip, Tækniskólinn og Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir, sem útskrifaðist með C réttindi í skipstjórn á dögunum, hafa gert með sér samning um starfsþjálfunarnám í skipstjórn samkvæmt STCW-stöðlum (Standard of Training, Certification and Watchkeeping for Seafarers). Eimskip er fyrst fyrirtækja hér á landi til þess að virkja slíkan samning við íslenskan nemanda, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Eimskips.

Þar segir að samningurinn feli í sér starfsþjálfunarnám um borð í skipum Eimskips undir leiðsögn sérþjálfaðra skipstjórnenda.

Gert er ráð fyrir að það taki sex til tólf mánaða siglingatíma að ljúka þjálfun samkvæmt þjálfunarhandbók. Án samningsins gæti það tekið nemanda allt að tvöfalt lengri tíma að vinna sér inn siglingatíma. Neminn öðlast því nauðsynlega reynslu á mun styttri tíma ásamt því að fá stuðning og fræðslu frá starfsfólki félagsins.

„Starfsþjálfunarnámið er gríðarlega stórt tækifæri fyrir fólk eins og mig, með litla eða enga reynslu af sjómennsku. Það er mikill heiður að vera fyrsti neminn sem fer í námið hjá Eimskip, sem getur státað sig af glæsilegasta skipaflota landsins í flutningum. Ég hlakka mikið til að byrja og tengja loks saman bóklega skipstjórnarnámið og starfið um borð undir leiðsögn reynslumikilla skipstjórnarmanna,“ segir Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir skipstjórnarnemi í tilkynningunni.

Aukin gæði

„Það er ánægjulegt vera fyrst íslenskra fyrirtækja til að bjóða upp á starfsnám í skipstjórn sem rímar vel við áherslur félagsins að styðja við þróun og framgöngu starfsfólks og stjórnenda hvort heldur á sjó eða landi. Verkefni eins og þetta er mikilvægt til að gefa skipstjórnarnemum aukin tækifæri og að þeir geti mátað námið sitt við raunverulegar aðstæður. Á sama tíma er frábært að fyrsti starfsnemi verkefnisins sé kona en við viljum gjarnan auka fjölbreytileika um borð í skipunum okkar. Það er frábært að samningurinn sé í höfn og Thelma er vonandi bara fyrsti starfsneminn af mörgum sem munu nema um borð í skipum Eimskips á komandi árum,“ er haft eftir Vilhelmi á Þorsteinssyni, forstjóra Eimskips.

„Það er enginn vafi að starfsþjálfun sem hluti af námi eykur gæði og yfirfærslu frá bóknámi yfir í verknám. Samningar sem þessir eru því mikið framfaraskref sem opna á nýja möguleika fyrir skipstjórnar- og vélstjórnarnemendur og mun án efa auka vinsældir námsins í framtíðinni.“ Víglundur Laxdal Sverrisson, skólastjóri Skipstjórnar- og Véltækniskólans.

Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir nemi, Heimir Pétursson skipstjóri á Selfossi, J. …
Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir nemi, Heimir Pétursson skipstjóri á Selfossi, J. Snæfríður Einarsdóttir áhafnarstjóri hjá Eimskip, Hildur Ingvarsdóttir skólameistari hjá Tækniskólanum, Unnur Svala Vilhjálmsdóttir viðskiptastjóri. Ljósmynd/Eimskip
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »