Nauðsynlegt að stíga inn í vegna afgerandi niðurstöðu

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hef­ur tekið ákvörðun um að stöðva tíma­bundið …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hef­ur tekið ákvörðun um að stöðva tíma­bundið veiðar á langreyðum fram til 31. ág­úst. Samsett mynd

„Þetta er það afgerandi niðurstaða hjá þeim [fagráðinu] að það var ljóst að það þyrfti að stíga inn,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við mbl.is.

Fagráð um vel­ferð dýra hjá Mat­væla­stofn­un (MAST) kynnti niðurstöðu álits í gær þar sem kom fram að þær veiðiaðferðir sem beitt er við veiðar á stór­hvel­um sam­rým­ist ekki ákvæðum laga um vel­ferð dýra. Í dag tók ráðherra þá ákvörðun að stöðva tíma­bundið veiðar á langreyðum fram til 31. ág­úst en veiðar áttu að hefjast á morgun. 

„Það lá algjörlega fyrir þar sem niðurstaðan var svona afgerandi að þá er ljóst að það er nauðsynlegt að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að við höfum ráðrúm til að kanna hvort það sé unnt að veiðarnar fara yfirhöfuð fram í samræmi við ákvæði laga um velferð dýra,“ segir Svandís. 

„Ný gögn kalla á nýja ákvörðun“

Í byrjun mánaðarins var Svandís gestur á opnum fundi at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is þar sem eft­ir­lits­skýrsla MAST um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022 var rædd. 

Þá sagði ráðherra að aft­ur­köll­un veiðileyf­is­ins væri íþyngj­andi stjórn­valdsákvörðun sem þurfi að hafa skýra laga­stoð. Sú ákvörðun var ekki til staðar á þeim tímapunkti. Svandís sagði að til að banna hvalveiðar þurfi Alþingi að taka málið til umfjöllunar. 

Hvað hefur breyst?

„Ný gögn kalla á nýja ákvörðun. Staðan sem ég var með, þegar eftirlitsskýrslan Matvælastofnunar lá fyrir, þá hafði í raun og veru ekki verið tekin afstaða til þess hvort það væri hægt að beita ásættanlegum aðferðum við veiðar á stórhvölum.“

Svandís nefnir að fagráðið sé skipað af ráðherra á grundvelli dýravelferðarlaganna og hefur meðal annars það hlutverk að vera MAST og ráðuneytinu innan handar um einstök álitaefni sem lúta að dýravelferðarmálum. 

Fagráð um vel­ferð dýra hjá Mat­væla­stofn­un (MAST) kynnti niðurstöðu álits …
Fagráð um vel­ferð dýra hjá Mat­væla­stofn­un (MAST) kynnti niðurstöðu álits í gær þar sem kom fram að þær veiðiaðferðir sem beitt er við veiðar á stór­hvel­um sam­rým­ist ekki ákvæðum laga um vel­ferð dýra. Morgunblaðið/Ómar

„Þar er niðurstaðan það afdráttarlaus að grunnurinn í raun og veru liggur fyrir – á grundvelli fyrirliggjandi gagna – að það sé í raun og veru rétt, og fullt tilefni til að bregðast við.“

Þá nefnir hún að ráðherra sé heimilt á grundvelli hvalveiðilaga og dýravelferðarlaga að taka afstöðu til ýmissa atriða sem snúa að skilyrðum við hvalveiðar. 

„Innan þeirra marka erum við að bregðast við.“

Ráðfæra sig við sérfræðinga og leyfishafa

Spurð hvaða vinna fari nú afstað í ráðuneytinu segir Svandís að næstu skref séu að ráðfæra sig við sérfræðinga og leyfishafa í því skyni að kanna hvort það séu fyrir hendi mögulegar úrbætur, eða aðrar leiðar til þess að stunda hvalveiðar. 

„Eða/og lagaleg skilyrði til þess að setja frekari takmarkanir á þær [hvalveiðar].“

Svandís segir að lokum að mikilvægt sé að gæta að bæði lagaáskilnaði og meðalhófi í hverju skrefi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »