Réttmæti ákvörðunarinnar mjög vafasamt

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur ákvörðun ráðherra ótímabæra.
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur ákvörðun ráðherra ótímabæra. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Ráðherra, og stjórnvöld, hafa heimild til að taka nýja ákvörðun í máli ef forsendur breytast, til dæmis ef nýjar upplýsingar berast – og það gerðist í þessu máli,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í samtali við Morgunblaðið um tímabundið bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við langreyðaveiðum, fram til 31. ágúst.

„Hugsanlegt er að ráðherra hafi metið stöðuna þannig að honum beri að taka ákvörðunina vegna þess að veiðarnar verði augljóslega ólöglegar og ráðherra geti því setið undir ámæli fyrir að grípa ekki til aðgerða, bregðast ekki við þegar honum ber skylda til þess,“ útskýrir Haukur.

„Að því sögðu er óhjákvæmilegt að benda á að ákvörðunin virðist ótímabær. Til að taka svona afdráttarlausa ákvörðun þarf ráðherrann að hafa traustar forsendur. Ef málið er ekki fullrannsakað hefur hann það ekki og getur því ekki tekið þessa ákvörðun – og það getur hann ekki fyrr en rannsókninni er lokið. Ákvörðunina mætti kannski taka í haust,“ segir Haukur.

„Þá er ákvörðunin varla réttmæt. Hún er tekin í hasti á síðasta degi áður en veiðarnar hefjast,“ heldur Haukur áfram, „þegar við erum að tala um réttmæti erum við að tala um hvort ákvörðunin sé forsvaranleg og málefnaleg.“

Stundum og stundum ekki

Enn fremur telur hann það undarlegt að setja tímabundið bann, „það er auðvitað ekkert mannúðlegra að veiða hvali í september en ágúst, þetta er af eða á ákvörðun, þú getur ekki sagt ég leyfi þetta stundum og stundum ekki, annaðhvort lokar ráðherra á þetta eða ekki“, segir stjórnsýslufræðingurinn.

Hvað með meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins, hvar stendur þetta bann gagnvart henni?

„Ef við lítum á framkvæmd dýraverndunarmála af hálfu ríkisins gengur þetta mikið lengra en hingað til hefur tíðkast. Framkvæmdin uppfyllir mögulega ekki kröfur um meðalhóf. Ljóst er að veiðimennirnir eru að taka upp nýjar aðferðir við veiðarnar til að mæta sjónarmiðum um dýravernd,“ segir Haukur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 628,36 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 424,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 4.437 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 4.784 kg
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 25.066 kg
Ufsi 8.442 kg
Langa 756 kg
Ýsa 359 kg
Skötuselur 246 kg
Skarkoli 164 kg
Steinbítur 55 kg
Sandkoli 30 kg
Þykkvalúra 25 kg
Karfi 20 kg
Grásleppa 11 kg
Langlúra 1 kg
Samtals 35.175 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 628,36 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 424,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 4.437 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 4.784 kg
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 25.066 kg
Ufsi 8.442 kg
Langa 756 kg
Ýsa 359 kg
Skötuselur 246 kg
Skarkoli 164 kg
Steinbítur 55 kg
Sandkoli 30 kg
Þykkvalúra 25 kg
Karfi 20 kg
Grásleppa 11 kg
Langlúra 1 kg
Samtals 35.175 kg

Skoða allar landanir »