Helgi Bjarnason
Lax sem Háafell elur í Ísafjarðardjúpi dafnar afar vel. Fiskurinn var settur út í kvíar í Vigurál á síðasta ári og hefst slátrun í haust. Í vor var annað kvíabólið tekið í notkun, Kofradýpi.
Háafell stendur í miklum fjárfestingum við uppbyggingu mannvirkja og tækjabúnaðar vegna eldisins, auk lífmassans. Framkvæmdir eru hafnar við stækkun seiðastöðvarinnar á Nauteyri og nýr fóðurprammi og vinnubátur til að nota á Kofradýpi koma í sumar, segir í umfjöllun Morgunblaðsins.
Háafell er dótturfélag sjávarútvegsfyrirtækisins HG á Ísafirði sem stundað hefur fiskeldi í Ísafjarðardjúpi í 22 ár. Alinn var þorskur og regnbogasilungur þar til fyrirtækið fékk fyrsta laxeldisleyfið í Djúpinu, 6.800 tonn, og hóf laxeldi vorið 2022. Annað leyfi hefur verið auglýst, 5.200 tonn, til Arctic Fish, og stendur til að setja út fyrstu seiðin þar í haust.
Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells, segir að eldið í Viguráli hafi gengið afskaplega vel. Fiskurinn hafi vaxið vel og afföll verið afar lág. Spurður um skýringar segir Gauti að starfsfólk Háafells búi að langri reynslu af fiskeldi í Djúpinu. Hann nefnir að vandað hafi verið val á staðsetningum, góð seiði séu notuð og fiskinum sinnt vel. Segir Gauti að búast megi við því að eitthvað komi upp á í eldinu en starfsfólk Háafells vilji vera við öllu búið og geta brugðist hratt við.
Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 5.2.25 | 590,60 kr/kg |
Þorskur, slægður | 5.2.25 | 777,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 5.2.25 | 372,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 5.2.25 | 402,10 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 5.2.25 | 306,67 kr/kg |
Ufsi, slægður | 5.2.25 | 359,75 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 5.2.25 | 426,25 kr/kg |
5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 413 kg |
Ýsa | 347 kg |
Samtals | 760 kg |
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 431 kg |
Samtals | 431 kg |
5.2.25 Málmey SK 1 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 79.911 kg |
Ýsa | 12.432 kg |
Karfi | 3.092 kg |
Ufsi | 2.685 kg |
Grásleppa | 812 kg |
Hlýri | 777 kg |
Steinbítur | 276 kg |
Grálúða | 90 kg |
Skarkoli | 64 kg |
Langa | 23 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Keila | 8 kg |
Samtals | 100.178 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 5.2.25 | 590,60 kr/kg |
Þorskur, slægður | 5.2.25 | 777,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 5.2.25 | 372,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 5.2.25 | 402,10 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 5.2.25 | 306,67 kr/kg |
Ufsi, slægður | 5.2.25 | 359,75 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 5.2.25 | 426,25 kr/kg |
5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 413 kg |
Ýsa | 347 kg |
Samtals | 760 kg |
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 431 kg |
Samtals | 431 kg |
5.2.25 Málmey SK 1 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 79.911 kg |
Ýsa | 12.432 kg |
Karfi | 3.092 kg |
Ufsi | 2.685 kg |
Grásleppa | 812 kg |
Hlýri | 777 kg |
Steinbítur | 276 kg |
Grálúða | 90 kg |
Skarkoli | 64 kg |
Langa | 23 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Keila | 8 kg |
Samtals | 100.178 kg |