Hvetur Kristján til að birta nýjar upplýsingar

Henry Alexander Henrysson
Henry Alexander Henrysson Ljósmynd/Stjórnarráðið

Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og kennari í siðfræði, segir Kristján Loftsson framkvæmdastjóra Hvals hf. fullyrða eitthvað án þess að hafa gögn sem styðja það.

Henry situr í fagráði Matvælastofnunar um velferð dýra, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að veiðiaðferð sem beitt sé við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga um velferð dýra.

Kristján sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að Henry væri vanhæfur til að fjalla um hvalveiðar enda hafi hann skrifað greinar í blöð og á samfélagsmiðla og flutt erindi þar sem hann lýsir andstöðu sinni við hvalveiðar.

Ekki yfirlýstur andstæðingur

„Hann er nú að gefa sér einhverja hluti sem ég kannast ekki við. Ég hef ekki skrifað greinar á samfélagsmiðla og er ekki yfirlýstur andstæðingur hvalveiða,“ segir Henry.

Hann kveðst vissulega hafa haldið erindi á málþingi í apríl þar sem hann fór yfir rök með og á móti hvalveiðum en segir það hafa verið áður en skýrslan kom út. Byggði hann á þeim gögnum sem þá lágu fyrir.

„Ég sá engin gögn sem bentu til þess að veiðar á stórhvelum gangi vel þegar það er hugsað út frá velferð dýra. Í erindinu komst ég þá að þeirri niðurstöðu að rökin væru þyngri gegn hvalveiðum en með þeim. Það var bara fræðileg niðurstaða og ég er enginn aktívisti.“

„Þeirri spurningu svöruðum við einfaldlega“

Hann bætir við: „Þegar fagráðinu var falið að fara yfir efni skýrslunnar og önnur gögn um veiðar á stórhvelum þá taldi ég mig ekki vanhæfan um það enda var ráðið ekki að fjalla um hvalveiðar. Við fengum einfaldlega einfalda spurningu: Er hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar? Það var það eina sem við vorum spurð að og þeirri spurningu svöruðum við einfaldlega.“

Henry segir siðfræði snúast um rök og að hann haldi áfram að skoða rök með og á móti.

„Ég hefði frekar viljað að Kristján verði tíma sínum í að finna rök heldur en að teikna upp þessa mynd. Mér finnst hann kannski í einhverri geðshræringu fullyrða eitthvað sem hann hefur engin gögn fyrir.

Hann hefði getað notað síðustu tvo daga til að fjalla um rök fagráðsins í stað þess að fara í eitthvað svona viðtal. Ef hann hefur einhverjar upplýsingar sem hafa farið fram hjá okkur þá verður hann að koma með þær en ekki efast um vinnu fagráðsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »