Krefjast þess að ráðherra endurskoði ákvörðun sína

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var á fundinum á Akranesi í kvöld.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var á fundinum á Akranesi í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks krefjast þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra endurskoði ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum út ágúst. 

Þingmenn tjáðu sig á hitafundi á Akranesi í kvöld en Verkalýðsfélag Akraness bauð til opins fundar í Gamla kaupfélaginu. 

Matvælaráðherra komst vart að þegar talaði í pontu og svaraði spurningum fundargesta. Á meðal gesta voru starfsmenn Hvalshf. en Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur sagt að ákvörðun ráðherra hafi í för með sér gríðarlegt tekjutap fyrir starfsmenn fyrirtækisins. 

Þétt var setið í Gamla kaupfélaginu í kvöld.
Þétt var setið í Gamla kaupfélaginu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Ekki skoðun, heldur staðreynd“

Á fundinum sagði hann tapið nema 1,2 milljörðum króna í launakostnað fyrir starfsmenn og þar fyrir utan séu launatengd gjöld. Þá benti hann einnig á, líkt og kom fram í yfirlýsingu frá sveitarstjórn Akraness í gær, að sveitarfélagið yrði af miklum útsvarstekjum ef ráðherra endurskoðaði ekki ákvörðun sína. 

Svandís varði ákvörðun sína á fundi sínum og sagði hana vera tekna á grundvelli niðurstöðu fagráðs um velferð dýra. Það væri skýrt í niðurstöðu þess að hvalveiðar, líkt og þær eru stundaðar nú, samræmist ekki lögum um velferð dýra. Sagði hún það ekki vera skoðun heldur staðreynd.

Hún ítrekaði að ákvörðun hennar beindist ekki að starfsmönnum Hvals hf.

Ákvörðun matvælaráðherra verður til umræðu á fundi atvinnuveganefndar Alþingis á morgun klukkan ellefu. Fundurinn verður opinn og situr ráðherra fyrir svörum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 626,58 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 424,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 24.555 kg
Ufsi 7.596 kg
Samtals 32.151 kg
5.2.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Þorskur 6.130 kg
Karfi 979 kg
Samtals 7.109 kg
4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 626,58 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 424,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 24.555 kg
Ufsi 7.596 kg
Samtals 32.151 kg
5.2.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Þorskur 6.130 kg
Karfi 979 kg
Samtals 7.109 kg
4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg

Skoða allar landanir »