Matvælaráðherra mætir á Akranesfund

Hvalbátarnir eru bundnir við bryggju í Reykjavíkurhöfn.
Hvalbátarnir eru bundnir við bryggju í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur boðað komu sína á opinn fund Verkalýðsfélags Akraness í kvöld, að sögn Vilhjálms Birgissonar formanns félagsins.

Verkalýðsfélagið boðar fundinn til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða í sumar, en hvalveiðibannið gildir til 1. september nk. Fundurinn verður í Gamla kaupfélaginu og hefst kl. 19.30.

„Það er gríðarleg stemmning fyrir fundinum og ég á von á að þar verði fullt út úr dyrum,“ sagði Vilhjálmur í samtali við mbl.is. Svo sem fram hefur komið telur Vilhjálmur að tekjutap starfsmanna Hvals hf., sem flestir eru félagsmenn verkalýðsfélagsins, verði um 1,2 milljarðar króna vegna ákvörðunar ráðherrans og er þá ótalið tekjutap ýmissa fyrirtækja sem þjónustað hafa fyrirtækið á vertíðinni.

Vilhjálmur segir að nokkrir alþingismenn hafi einnig boðað komu sína á fundinn, „án þess þó að við hefðum óskað eftir staðfestingu á komu þeirra,“ sagði hann. Nefndi Vilhjálmur í því sambandi þingmennina Stefán Vagn Stefánsson, sem er 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, Teit Björn Einarsson og Bergþór Ólason sem einnig eru þingmenn kjördæmisins. Þá sagði Vilhjálmur að Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefði og boðað komu sína.

Bæjarstjórnin furðar sig á vinnubrögðunum

Bæjarstjórn Akraness sendi í gær frá sér ályktun um hvalveiðibannið þar sem fram kom að bæjarstjórnin furðaði sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í málinu. Í ályktuninni sagði m.a. að bannið hafi komið flatt upp á fjölda Akurnesinga sem gert hafi ráð fyrir atvinnu og tekjum á hvalveiðivertíð sumarsins.

„Um er að ræða skyndilegan atvinnu- og tekjumissi fyrir fjölmarga íbúa að ógleymdri afleiddri starfsemi, en fjölmörg fyrirtæki sem þjónusta hvalveiðina á einn eða annan hátt höfðu gert ráðstafanir, jafnvel ráðist í kostnað og voru klár í vertíð. Þá hefur ákvörðun ráðherra bein áhrif á útsvarstekjur Akraneskaupstaðar og þar með möguleika hans til að fjármagna þjónustu við íbúa, en bæjarstjórn áætlar að tapaðar útsvarstekjur kaupstaðarins vegna þessa hlaupi á tugum milljóna,“ sagði m.a. í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 376,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 376,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »