„Nú get ég ekki borgað leiguna“

Systkinin Gísli Freyr og Svandís Veiga Björnsbörn létu sig ekki …
Systkinin Gísli Freyr og Svandís Veiga Björnsbörn létu sig ekki vanta á fundinn í kvöld. mbl.is/Mist

Fjöldi fólks var samankominn í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi á fimmtudagskvöld þar sem fram fór opinn fundur Verkalýðsfélags Akraness.

mbl.is náði tali af nokkrum þeirra sem sóttu fundinn, en skiptar skoðanir eru um hvalveiðihléið sem tók gildi fyrr í vikunni. 

Ekki sofið almennilega í vikunni

Gísli Freyr Björnsson er ungur maður sem hugðist vinna í kjöthúsinu hjá Hval í sumar. Hann segist vera ennþá að melta fréttirnar sem hafi komið honum opna skjöldu. 

„Ég sat við tölvuna að spila með félögum mínum þegar ég fékk skilaboð frá vinkonu minni á Discord með fréttunum. Ég hef ekki sofið almennilega síðan við heyrðum af þessu,“ segir Gísli sem hann batt miklar vonir við vinnuna hjá Hval þar sem hún hentar honum sérstaklega vel. 

„Ég er einhverfur og ég get ekki unnið sum störf. Það hjálpar mér að vera í rútínu og vinna með sama fólkinu,“ segir Gísli og bætir við að fréttirnar hafi valdið honum talsverðum fjárhagsáhyggjum. 

„Nú get ég ekki borgað leiguna,“ segir Gísli. „Ég á ekki krónu vegna þess að ég var búin að eyða afganginum af peningnum mínum í að gera mig tilbúinn fyrir vertíðina.“

Svandís Veiga, systir Gísla, tekur undir með bróður sínum og segir matvælaráðherra ekki hafa tekið mið af þeim áhrifum sem hvalveiðihléið myndi koma til með að hafa á fólkið sem nú situr eftir atvinnulaust. 

„Hún hugsaði ekki nóg út í allt starfsfólkið sem er að vinna þarna og vinnuna sem er verið að taka af því,“ segir Svandís. 

„Þetta eru líka spendýr“

Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi og stjórnsýslufræðingur, segist finna til fyllstu samúðar með því fólki sem misst hefur vinnuna í kjölfar hvalveiðihlésins. Hún segir að stjórnvöld beri ekki ein ábyrgðina, heldur hvíli ábyrgðin einnig á herðum Hvals hf. og Kristjáns Loftssonar. 

„Kristján Loftsson vissi alveg að hann væri á gráu svæði þarna og að hann yrði að gera eitthvað. En hann hefur ekkert verið að laga það sem átti að laga. Það var búið að kvarta undan umgengni á vinnslusvæðinu, við sjóinn í kring og undan þeim aðferðum sem notast var við til þess að drepa dýrin en hann var ekki búinn að taka á þessu,“ segir Ragnheiðar. 

Hún er þó fegin hvalveiðihléinu og segir mikla mannvonsku liggja að baki því að réttlæta þá meðferð sem hvalir þurfa að sæta. 

„Þetta er ekki boðlegt,“ segir Ragnheiður. „Myndum við vilja láta slátra heimilishundinum okkar á þennan máta, eða hestinum? Þetta eru líka spendýr.“ 

„Ég er tekjulaus“

Skagamennirnir Jóhann Úlfar Thoroddsen, Guðjón Jóhannesson og Jón Mýrdal höfðu allir hugsað sér að vinna við hvalveiði í sumar. Þeir segja hvalveiðihléið hafa komið flatt upp á sig og eru afar ósáttir við hvernig staðið var að ákvarðanatökunni. 

Skagamennirnir Jóhann Úlfar Thoroddsen, Guðjón Jóhannesson og Jón Mýrdal áttu …
Skagamennirnir Jóhann Úlfar Thoroddsen, Guðjón Jóhannesson og Jón Mýrdal áttu ekki von á því að missa vinnuna í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er bara atvinnulaus núna og veit ekkert hvað ég á að gera í sumar. Ég er tekjulaus,“ segir Jón. „Þessi ákvörðun hefur slæm áhrif bæjarfélagið í heild sinni og alla sem búa bæði á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit.“

Guðjón og Jóhann taka í sama streng og segja að núna bíði sín bæði mikil óvissa og tekjutap í sumar. 

Fékk fréttirnar í ræktinni

„Ég var bara í ræktinni, við erum með spjall strákarnir í hvalnum og við fengum þetta bara inn á það spjall,“ segir Kjalar Ólafsson, starfsmaður Hvals. 

Kjalar Ólafsson hafði hugsað sér að starfa við hvalveiðar í …
Kjalar Ólafsson hafði hugsað sér að starfa við hvalveiðar í sumar. mbl.is/Mist

Kjalar batt miklar vonir við vinnuna í Hval í sumar en hann hafði einmitt nýlokið við að fjárfesta í bíl sérstaklega fyrir vertíðina. Fréttirnar eru mikið áfall fyrir hann og þá sem næst honum standa, en hann segir fjölskyldu sína hafa lengi unnið við hvalveiðar.  

„Mín fjölskylda er búin að vinna við hvalveiðar alla tíð. Þetta er góð vinna, góðar tekjur, sérstaklega fyrir fólk með fjölskyldu,“ segir Kjalar sem er verulega ósáttur við ákvörðun matvælaráðherra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »