Ásgeir Ingvarsson
Bæði mætti stækka þann pott sem tekinn hefur verið frá fyrir strandveiðar og eins gera reglurnar sveigjanlegri. Þetta sagði Kjartan Páll Sveinsson formaður Strandveiðifélags Íslands í viðtali í viðtai í 200 mílum.
„Við lítum ekki bara á okkur sem hagsmunasamtök, heldur sem mannréttindasamtök og höfum það að leiðarljósi í starfinu að berjast fyrir þeim sjálfsagða rétti Íslendinga að nýta auðlindir hafsins,“ útskýrir hann.
Grundvallast barátta félagsins á frægum úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem lagt var út frá rétti fólks til að velja sér búsetu og atvinnu, og þannig ákvarðað að ekki mætti meina einstaklingum að hafa í sig og á með fiskveiðum. „Í kjölfarið var strandveiðikerfinu komið á, en það kom fljótt í ljós að kerfið var ekki gallalaust og að strandveiðimönnum hafði verið sniðinn of þröngur stakkur. Enda komst mannréttindanefndin síðar að því að íslenska ríkið hefði ekki uppfyllt skyldur sínar nægilega vel með þessu kerfi,“ segir Kjartan.
„Gildir það enn þann dag í dag að of naumt er skammtað í þann pott sem tekinn er frá fyrir strandveiðar, og reglur um veiðitíma og hámarksafla í hverjum túr þannig gerðar að það er ekki minnsti möguleiki að hafa strandveiðar sem atvinnu á ársgrundvelli.“
Lesa má viðtalið við Kjartan Pál í heild sinni í blaði 200 mílna.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.1.25 | 591,78 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.1.25 | 609,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.1.25 | 380,76 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.1.25 | 302,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.1.25 | 189,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.1.25 | 253,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.1.25 | 184,16 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.1.25 | 591,78 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.1.25 | 609,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.1.25 | 380,76 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.1.25 | 302,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.1.25 | 189,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.1.25 | 253,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.1.25 | 184,16 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |