Bannið í bága við lög

Langreyð dregin inn í hvalstöðina í Hvalfirði.
Langreyð dregin inn í hvalstöðina í Hvalfirði. mbl.is/Golli

Lögfræðiálit LEX lögmannsstofu sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) lét vinna vegna ákvörðunar matvælaráðherra að banna tímabundið veiðar á langreyðum leiðir í ljós að ákvörðunin hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli.

Í tilkynningu frá SFS segir að samtökin hafi leitað eftir áliti frá LEX 21. júní, degi eftir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra var kynnt. 

Í minnisblaði þessu hefur með rökstuddum hætti verið komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun ráðherra að banna tímabundið veiðar á langreyðum við Ísland árið 2023 hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli,“ segir í áliti LEX.

Þá er farið yfir helstu niðurstöður álitsins.

Stenst ekki kröfur um stjórnskipulegt meðalhóf

Í álitinu segir að afar hæpið verði að teljast að ákvæði 4. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar færi ráðherra heimild til að setja reglugerð sem stöðvar í reynd veiðar á langreyðum fyrirvaralaust eða kemur beinlínis í veg fyrir að veiðirétthafar geti nýtt réttindi sín. „Ákvörðun ráðherra var því ekki reist á viðhlítandi lagaheimild sem stenst kröfur 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 72. gr. stjórnarskrár.“

Þá segir að fyrirmæli ráðherra, í formi reglugerðar, um tímabundið hvalveiðibann, sem útilokar nær alfarið starfsemi leyfishafa á árinu 2023, án fyrirvara eða aðlögunartíma, stenst vart þær kröfur sem leiða af meginreglunni um stjórnskipulegt meðalhóf.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Árni Sæberg

Hvalur hf. hafði ekki andmælarétt

Í álitinu segir að sú aðferð ráðherra að setja reglugerð um bannið í stað þess að fylgja málsmeðferð stjórnsýslulaga sé tæplega í samræmi við svonefnda stjórnarfarsreglu, en hún felur í sér að stjórnvaldi er bannað að misbeita valdi við val á leiðum til úrlausnar á máli.

Með því að óska ekki eftir sjónarmiðum Hvals hf., m.a. um álit þeirra sérfræðinga sem kallaðir voru fyrir fagráðum velferð dýra, gætti ráðið ekki að andmælarétti þeim, sem mælt er fyrir um í 13. gr. stjórnsýslulaga, né rannsóknarreglu 10. gr. laganna. Segir að þetta sé annmarki á málsmeðferð fagráðs, en ráðherra reisti reglugerðarsetningu sína um tímabundið bann við veiðum á langreyði á niðurstöðu fagráðs. „Af framangreindu leiðir sjálfstætt að reglugerðin var ekki reist á nægilega traustum grundvelli.“

Gætu átt rétt á skaðabótum 

Að lokum segir að „kollvarpa stjórnsýsluframkvæmd í einu vetfangi, svo sem ráðherra gerði með banninu, með afar skömmum fyrirvara og án tilkynningar fyrirfram þar sem aðilanum, sem ákvörðunin beindist að, var gefið færi á að bregðast við og gæta hagsmuna sinna, fer í bága við viðmið sem lögð hafa verið til grundvallar í stjórnsýslurétti í réttarframkvæmd, svo sem að framan er rakið.“

Í álitinu er ekki fjallað um hverjar kunni vera lagalegar afleiðingar þess að stjórnsýsla ráðherrans samræmis ekki lög. 

Þó segir að Hvalur hf. og starfsfólk fyrirtækisins kunni að eiga skaðabótarétt á hendur íslenska ríkinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »