Skortir tillit til þeirra sem eiga hagsmuni undir

Bjarni Benediktsson að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Bjarni Benediktsson að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ósáttur við aðdraganda hvalveiðabannsins. Þó ekki svo að hann geti sagt að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu.

Lög­fræðiálit sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) lét vinna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur mat­vælaráðherra um að banna tíma­bundið veiðar á langreyðum leiddi í ljós að ákvörðunin hefði farið í bága við lög og ekki verið reist á nægj­an­lega traust­um laga­grund­velli.

„Ég hef ekki kynnt mér þetta lögfræðiálit. Okkar áhersla hefur verið á það að ráðherrann ætti að endurskoða þessa ákvörðun um að fresta veiðunum, í raun og veru út allt veiðitímabilið, og leita frekar leiða til þess að gefa þeim sem stunda veiðarnar kost á að koma til móts við þessi sjónarmið,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is.

Honum finnst að ræða þurfi málið við þá sem stunda veiðarnar um tilvik þar sem dráp dýranna taki of langan tíma.

„Það skorti að mínu áliti tillit til allra þeirra sem eiga hagsmuni hér undir. Bæði sem snertir atvinnufrelsi atvinnurekandans en líka allra þeirra sem höfðu gert ráðstafanir til þess að veiðarnar gætu farið fram. Þetta skiptir máli, ekki síst í því ljósi að þetta inngrip verður daginn áður en vertíðin átti að hefjast,“ segir Bjarni.

Ósátt við aðdragandann

Hvað ef ráðherra ákveður að bannið verði ekki endurskoðað?

„Við tökum eitt skref í einu, þetta er okkar sjónarmið og við vonumst til þess að ráðherrann horfi til þess og bregðist við og við metum síðan framhaldið,“ segir Bjarni.

Er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu?

„Nei ég ætla ekki að lýsa því þannig en við erum ekki sátt við aðdraganda þessa máls,“ segir Bjarni.

Hvalveiðar ræddar fyrir stjórnarsáttmálann

Hann segir að meðal annars hafi verið rætt um hvalveiðar við gerð stjórnarsáttmálanns.

„Sú krafa var viðruð þar að stjórnin yrði sammála um að hvalveiðum yrði hætt. Við vorum ekki reiðubúin til þess að setja slík atriði inn í stjórnarsáttmálann,“ segir Bjarni.

„Við erum að tala um atvinnugrein sem á sér mjög langa sögu á Íslandi. Með því að nota þessi lög og þessi rök til þess að slá vertíðina af, þá finnst mér verið að stappa nærri því að stöðva veiðar sem er þá mál sem ætti frekar að ræða á þinginu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Loka