Hnúfubakur sést í hverri ferð

Eigendur elsta starfandi hvalaskoðunarfyrirtækis á Íslandi, Árni Halldórsson og Garðar …
Eigendur elsta starfandi hvalaskoðunarfyrirtækis á Íslandi, Árni Halldórsson og Garðar Níelsson, um borð í öðrum tveggja eikarbáta Whale Watching Hauganes, sem verður hálfrar aldar gamall á næsta ári. mbl.is/Sigurður Ægisson

Whale Watching Hauganes, elsta starfandi hvalaskoðunarfyrirtæki landsins, fagnaði 30 ára afmæli á dögunum, en það var einmitt í júní árið 1993 að fyrsta ferðin var farin þaðan. Upphafið að því er rakið til norsks kafara, sem núverandi eigendur skutluðu árinu áður út í Hrólfssker, í mynni Eyjafjarðar, og sáu mikið af hrefnu á leiðinni. Hann fór þá að spyrja, af hverju þeir byðu ekki upp á hvalaskoðun þarna á firðinum og ári síðar var ákveðið að slá til.

„Fyrstu árin voru þetta hópar, aðallega Þjóðverjar, og svo hefur þetta bara þróast stöðugt og undið upp á sig,“ segir Árni Halldórsson, einn af eigendum fyrirtækisins og skipstjóri, aðspurður um upphafið að þessu ævintýri.

„Síðasta árið, 2022, var toppurinn. Fólkið kemur alls staðar að úr heiminum. Við byrjuðum árið fyrir Covid-19 að sigla allan ársins hring, en allt stöðvaðist svo á meðan lokanir eða takmarkanir voru í gildi. Síðustu tvo vetur höfum við siglt alla daga, jafnt aðfangadag sem jóladag og það hefur gengið mjög vel. Oft heldur hvalurinn sig á sama svæði vikum og mánuðum saman, ýmist norðan við Hauganesið eða innan við, svo að þetta er mjög aðgengilegt.“

Algengir hvalir og sjaldgæfari

Allar þær tegundir hvala sem eru að staðaldri á landgrunninu við Ísland hafa sést í Eyjafirðinum, sumar oftar en aðrar, þar á meðal andarnefja, búrhvalur, langreyður, sandreyður og steypireyður. Algengastar eru hnísur, hnýðingar og hnúfubakar og eitthvað er um hrefnur, minna þó en á árum áður.

„Fyrstu árin sem við sigldum með ferðamenn í hvalaskoðun sáum við ekki hnúfubak, þá vorum við reyndar að sigla bara í 3–4 mánuði á ári, þ.e.a.s. á sumrin, og stunduðum fiskveiðar á veturna, en svo fór hann að sýna sig rétt fyrir aldamótin síðustu og frá 2011 hefur sést hnúfubakur í nánast hverri einustu ferð. Minnst er af honum í mars og apríl, það eru alltaf erfiðustu mánuðirnir; þá er meira um hnýðinga og minni hvali,“ segir Árni.

Whale Watching Hauganes gerir út tvo íslenska eikarbáta, Níels Jónsson EA-106, sem er 30 tonn að stærð, 17,47 metra langur og 4,3 m metra breiður og var smíðaður árið 1974 og verður því á næsta ári búinn að vera í eigu sömu fjölskyldunnar í hálfa öld, og Whales EA-200, sem er 50 tonn, er 21,5 metra langur og 5,2 metra breiður og var smíðaður árið 1954 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur en keyptur til fyrirtækisins árið 2016; áður hét hann Gunnar Hámundarson GK-357 og var mikið aflaskip.

Níels Jónsson getur tekið 48 farþega og Whales 72 farþega. Áður en Whales kom til átti fyrirtækið Sandvík EA-200, sem var stálbátur, en hann var svo seldur.

Mest fimm brottfarir á dag

„Þegar mest er að gera, eru fimm brottfarir á dag; það er yfir hásumarið. Á veturna er bara ein föst brottför, enda leyfir birtutíminn ekki meira, alla vega ekki í kringum áramótin, í desember og janúar. Þá er töluvert um fólk frá Asíu, en einnig reyndar frá hinum ýmsu löndum öðrum. Íslendingarnir eru duglegir að koma á sumrin,“ segir Árni.

Hauganes er við Eyjafjörð miðjan, að vestanverðu, og bátar fyrirtækisins sækja mest á það svæði en fyrir kemur að leita þurfti út að Hrólfsskeri og jafnvel norðar og svo inn fyrir Hjalteyri, en það er ekki oft. Iðulega gerist það reyndar að búið er að staðsetja hvalinn áður en lagt er úr höfn. Það er ýmist gert úr grjótgarðinum eða þá að farið er akandi og horft yfir svæðið. Og yfirleitt er stutt í hann, í allar áttir.

10-12 störf yfir sumarið

Í blönduðum ferðum er hægt að prófa stangaveiði á heimleiðinni, eftir hvalaskoðunina.

Yfir sumarið er um 10–12 störf að ræða hjá fyrirtækinu, en yfir vetrarmánuðina fækkar skiljanlega töluvert, enda þá minna að gera.

„Þetta hefur alla tíð verið fólk af Hauganesi eða tengt því á einhvern hátt. Og við erum svo einstaklega heppin að þetta er sama starfsfólkið ár eftir ár, algjörlega frábært,“ segir Árni að lokum, fær sér afmælisbrauð á disk og kaffi í bolla og hverfur svo inn í fjölmennan gestahópinn, sem þarna er mættur í tilefni hátíðarhaldanna, og tekur spjallið.

Þessi hnúfubaksmynd, sem tekin var 19. ágúst 2013 í ferð …
Þessi hnúfubaksmynd, sem tekin var 19. ágúst 2013 í ferð með Whale Watching Hauganes, hefur oft birst í Morgunblaðinu mbl.is/Sigurður Ægisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »