Ásgeir Ingvarsson
Slysatölfræðin leiðir í ljós að nærri helmingur slysa um borð í fiskveiðiskipum verða þegar vindstyrkur er lítill. Mikilvægt er að fley sem flytja farþega, s.s. hvalaskoðunarskip, gefi upp nákvæman farþegafjölda.
Jón Pétursson segir í síðasta blaði 200 mílna áhyggjuefni hve algengt það er að strandveiðibátar verði vélarvana og að þá þurfi að draga í land. „Um leið og strandveiðar hefjast sjáum við uppsveiflu í gögnunum. Blessunarlega hafa þessi atvik ekki endað með alvarlegum slysum, en þó hafa orðið óhöpp sem kallað hafa á nánari rannsókn.“
Jón er rannsóknarstjóri sjósviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa og segir hann Samgöngustofu þegar hafa brugðist við þróuninni með bættri fræðslu handa strandveiðimönnum: „Stofnunin gaf út tékklista sem sjómenn geta stuðst við þegar þeir hefja veiðar að vori, og þannig tryggt að allt gangi vel fyrir sig.“
Önnur áskorun sem Jón vill gefa gaum er vöxtur í farþegaflutningum umhverfis Íslands og á hann þar bæði við stóru skemmtiferðaskipin en ekki síður minni fley, s.s. þau sem notuð eru í hvalaskoðunarferðum.
„Það skiptir miklu máli að farþegafjöldinn um borð sé rétt skráður því ef eitthvað kemur upp á þurfa björgunaraðilar að vita upp á hár hve margir farþegarnir eru. Ef skráningunni er ábótavant og gefið hefur verið upp að farþegarnir séu 40, en þeir eru í reynd 60, hvað á þá að gera þegar 40 manns hefur verið bjargað úr háska?“
Um stóru farþegaskipin segir Jón að Landhelgisgæslan og aðrar stofnanir fylgist mjög vel með mögulegum hættum og að á stöku stað gæti þurft að marka skýrari reglur um hvaða siglingaleiðir þessi skip nota. „Er t.d. vert að athuga hvort það er ráðlegt að þessi skipi sigli langt inn á Breiðafjörð, og hve nálægt Hornströndum þau ættu að sigla, þá ekki síst með tilliti til umhverfissjónarmiða.“
Ítarlega var rætt við Jón í síðasta blaði 200 mílna.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |