Áhyggjur af erfðamengun laxa

Villtir íslenskir laxastofnar eru í hættu vegna sjókvíaeldis.
Villtir íslenskir laxastofnar eru í hættu vegna sjókvíaeldis. mbl.is/Einar Falur

„Þegar við leikum okkur að eldinum þá brennum við okkur.“ Þetta segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project, sem er með landsþekktar laxveiðiár á sínum snærum á norðausturhorni landsins, þar á meðal Selá og Hofsá.

Tilefni þessara orða er ný rannsókn Hafrannsóknastofnunar sem sýnir fram á erfðablöndun villtra íslenskra laxastofna og norsks eldislax sem er alinn í sjókvíum við strendur Íslands.

Rannsóknin sýnir 4,3% erfðablöndun í íslenskum ám sem er yfir því viðmiði sem áhættumat um erfðablöndun setur.

Sláandi niðurstöður

Landssamband veiðifélaga segir niðurstöðurnar sláandi og að bændur, veiðiréttarhafar og allir sem hafi hagsmuni af stangveiði hér á landi og náttúruverndarsinnar lýsi yfir miklum áhyggjum af stöðu mála.

Gísli segir að niðurstaða Hafrannsóknastofnunar nú komi ekki beint á óvart en það sé sárt að horfast þurfi í augu við þær og skoða verði þær í því samhengi að um sé að ræða nokkurra ára gamlar tölur.

„Þannig að við vitum ekki hvert ástandið er. Það gæti verið miklu verra.“

Erfðablöndun 250 km frá sjókvíaeldi 

Lífríkið var skoðað í 89 ám um land allt en erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hefur verið staðfest í ám sem eru allt að 250 kílómetrum frá sjókvíaeldi á tilteknum stöðum.

Erfðablöndun greindist yfirleitt í minna en 50 km fjarlægð frá eldissvæðum. Veiðirétthafar segja að þær niðurstöður sýni að allir laxastofnar landsins séu í hættu á að verða fyrir erfðablöndun.

Meðal áa, þar sem rannsóknin staðfestir samneyti íslenskra villtra laxa og norsks eldislax, eru Víðidalsá í Húnavatnssýslu, Laxá í Aðaldal og Hofsá í Vopnafirði.

Ítarleg umfjöllun um málið má sjá í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 376,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 376,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »