Kvótinn minni í ár er 750 fley sóttu sjóinn

Strandveiðibáturinn Sóley ÞH landar á vertíðinni á Húsavík.
Strandveiðibáturinn Sóley ÞH landar á vertíðinni á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Síðasti dagur strandveiða sumarsins var á þriðjudaginn og voru veiðarnar formlega stöðvaðar frá og með gærmorgni en þá lá fyrir að þau 10.000 tonn af þorski, sem voru í strandveiðipottinum, hefðu verið veidd.

Ljóst er að þetta var stysta strandveiðitímabilið í 15 ára gamalli sögu strandveiða og var þorskaflinn sem var skaffaður í ár 1.074 tonnum minna en í fyrra. Þrátt fyrir það þá voru 750 bátar sem lönduðu yfir tímabilið sem er næstmesti fjöldi báta á strandveiðum í sögu strandveiða, en aðeins strandveiðitímabilið 2012 skákaði árinu í ár en þá voru bátarnir 759 sem lönduðu.

Fyrir veiðitímabilið í ár vildi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra upphaflega svæðisskipta veiðunum, eða fara aftur til þess veiðikerfis sem var árið 2017. Atvinnuveganefnd Alþingis afgreiddi ekki frumvarp þess efnis og fór það því ekki í gegn. Landssamband smábátaeigenda lagði það til að veiðidagarnir færu úr 12 dögum á mánuði yfir í 11, en á móti kæmi þá væri ekki hægt að stöðva veiðar áður en veiðitímabilið klárast og tryggja þannig jafnræði milli landshluta. Ekkert varð úr þeirri hugmynd. Veiðarnar fóru því af stað óbreyttar frá síðustu árum.

Síðustu þrjú veiðitímabil hefur ráðherra aukið aflaheimildir þegar það stefndi í að kvótinn myndi klárast snemma yfir sumarið. Morgunblaðið spurði matvælaráðuneytið hvernig stæði á því að aflaheimildir hafi verið auknar í fyrra en ekki í ár.

Fleiri útgerðir síðustu ár

„Á fyrra ári voru gerðar ráðstafanir og magn flutt á milli potta með því að lækka línuívilnun og frístundaveiði. Sambærilegar aðstæður eru ekki til staðar á þessu yfirstandandi fiskveiðiári þar sem nær öll ráðstöfun er uppurin í framangreindum pottum. Þá hafa skiptimarkaðir ekki skilað ráðstöfun umfram það sem gert var ráð fyrir í upphafi þegar ráðstöfun var ákvörðuð með reglugerð um atvinnuveiðar 2022/2023,“ segir í svari ráðuneytisins.

Á árunum 2009-2023 hafa verið að meðaltali 669 bátar á strandveiðum hvert sumar. Þar hafa verið hæðir og lægðir eins og til dæmis með lágpunktinum árið 2018 þegar 548 bátar lönduðu. Árið 2019 fór bátum að fjölga á ný og endaði veiðitímabilið eins og fyrr segir, með 750 bátum. Á árunum 2019-2023 hefur meðalaflaheimildin fyrir þorsk verið 10.813 tonn á ári.

Margar ástæður kunna að vera fyrir fjölguninni á útgerðum í strandveiði síðustu fimm ár. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda rekur nokkrar ástæður í samtali við Morgunblaðið, eins og aukinn þorsk á veiðislóð og gott verð.

Ítarlegri umfjöllun á síðu 42 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.24 496,06 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.24 570,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.24 260,59 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.24 222,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.24 230,31 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.24 232,43 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 18.10.24 160,41 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.10.24 127,54 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.10.24 Barði NK 120 Flotvarpa
Kolmunni 508.258 kg
Síld 3.960 kg
Samtals 512.218 kg
18.10.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 83 kg
Keila 50 kg
Ýsa 46 kg
Steinbítur 25 kg
Karfi 3 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 209 kg
18.10.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.144 kg
Þorskur 748 kg
Samtals 1.892 kg
18.10.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Ýsa 788 kg
Þorskur 570 kg
Ufsi 462 kg
Karfi 25 kg
Samtals 1.845 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.24 496,06 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.24 570,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.24 260,59 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.24 222,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.24 230,31 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.24 232,43 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 18.10.24 160,41 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.10.24 127,54 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.10.24 Barði NK 120 Flotvarpa
Kolmunni 508.258 kg
Síld 3.960 kg
Samtals 512.218 kg
18.10.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 83 kg
Keila 50 kg
Ýsa 46 kg
Steinbítur 25 kg
Karfi 3 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 209 kg
18.10.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.144 kg
Þorskur 748 kg
Samtals 1.892 kg
18.10.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Ýsa 788 kg
Þorskur 570 kg
Ufsi 462 kg
Karfi 25 kg
Samtals 1.845 kg

Skoða allar landanir »