Samningur við Rússa í gildi

Um árabil hafa Íslendingar haft heimild til þess að veiða …
Um árabil hafa Íslendingar haft heimild til þess að veiða að jafnaði í kringum fjögur þúsund tonn af þorski innan fiskveiðilögsögu Rússlands norður í Barentshafi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samningur um veiðar innan fiskveiðilögsögu Rússlands er í gildi, þetta er þó „eitt af þeim málefnum þar sem getur reynt á hvar Ísland stendur gagnvart fordæmingu sinni á framferði Rússlands,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Heimildin greindi frá því í dag að Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, virðast fallast hendur yfir skilningsleysi, sem SFS taldi sig verða fyrir, í samskiptum við ráðherra og embættismenn tveggja ráðuneyta, utanríkisráðuneytisins og matvælaráðuneytisins, vegna ítrekaðra krafna um að samið verði við Rússa svo að íslenskar útgerðir fái að veiða í rússneskri lögsögu. 

Fram kemur að ráðuneytin hafi í tvígang, á innan við ári, hafnað beiðni nokkurra stærstu útgerða landsins um að fá að stunda veiðar í rússneskri lögsögu, en SFS hafði lagt beiðnina fram fyrir hönd fyrirtækjanna. 

Ekki orðið vör við þrýsting um afslátt

Þórdís segir „margvísleg úrvinnsluefni tengjast því að ákveðið hafi verið að takmarka sem mest samskipti við Rússland, það er þó alveg eðlilegt að þeir sem eiga hagsmuna að gæta fylgi því eftir að hugað sé að þeim.“

Hún segist þó ekki hafa orðið vör við þrýsting um að gefinn sé afsláttur af einarðri afstöðu og stuðningi við Úkraínu, meðal annars í samtölum við framkvæmdastjóra SFS. 

„Þvert á móti hef ég fundið fyrir miklum stuðningi íslensks atvinnulífs við okkar afstöðu og stuðning við Úkraínu og hefur sú samstaða verið mér mjög dýrmæt, enda tel ég að forsvarsfólk í íslensku atvinnulífi geri sér afskaplega vel grein fyrir því að virðing fyrir alþjóðlegum landamærum og lögsögu ríkja sé á endanum lang stærsta hagsmunamál Íslands á alþjóðavettvangi,“ segir Þórdís.

Nýting samnings háð diplómatískum samskiptum 

Aðspurð segir Þórdís samninginn vera í gildi og að Ísland hafi samkvæmt honum réttindi. Hún segir nýtingu samningsins hins vegar háða verulegum diplómatískum samskiptum við Rússland, en vegna þeirra alvarlegu brota á alþjóðalögum sem Rússland fremur með innrásarstríði sínu í Úkraínu hefur Ísland, eins og flest önnur vina- og bandalagsríki, haldið diplómatískum samskiptum í algjöru lágmarki. 

Þá segir Þórdís þetta vera „eitt af þeim málefnum þar sem getur reynt á hvar Ísland stendur gagnvart fordæmingu sinni á framferði Rússlands.“

Samningur um smuguveiðar

Fram kemur í frétt Heimildarinnar að um árabil hafa Íslendingar haft heimild til þess að veiða að jafnaði í kringum fjögur þúsund tonn af þorski innan fiskveiðilögsögu Rússlands norður í Barentshafi. Upprunalega var enginn samningur um veiðarnar og Íslendingar veiddu því í óþökk Rússa og Norðmanna í Smugunni í tæpan áratug.

Síðan var samið um réttindin eftir að Norðmenn og Rússar sömdu um svokallaðar Smuguveiðar við Íslendinga og Íslendingar fengu þar af leiðandi heimild til þess að veiða allt að tíu þúsund tonn af þorski, nokkurn vegin til helminga í norskri og rússneskri lögsögu, líkt og fram kemur í frétt miðilsins. 

Að því er Heimildin greinir jafnframt frá hafa íslenskar útgerðir, sem eiga hlut í því sem fæst leyfi fyrir að sækja, ekki farið til veiða í rússneskri lögsögu í tvö ár. Hlutinn hefur því allur verið sóttur í norska lögsögu.

Þá segir í fréttinni að hagsmunasamtök stærstu útgerðarfyrirtækja á Íslandi hafa ítrekað reynt að fá íslensk stjórnvöld til þess að gefa eftir og setjast niður með Rússum til þess að ræða viðskipti með aflaheimildir. Utanríkis- og matvælaráðherra virðast þó einhuga um að láta ekki undan viðskiptaþvingunum sem í gildi eru gegn Rússum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 547,86 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 373,69 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 393,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 547,86 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 373,69 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 393,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »