Aðeins 11.509 tonn er eftir af þorskkvóta fiskveiðiársins 2022/2023 sem nam rúm 168 þúsund tonn. Það eru því ekki bara strandveiðisjómenn sem hafa þurft að stöðva veiðar óvenju snemma og hafa fjöldi báta verið bundnir við bryggju um nokkurt skeið og verða fram að 1. september.
Verð á fiskmörkuðum virðist hafa tekið kipp eftir að strandveiðum lauk og var verð á fiskmörkuðum í dag rúmlega 543 krónur fyrir kíló af óslægðum þorski samkvæmt tölum Reiknistofu fiskmarkaða. Það er um 20% hærra verð en fékkst að meðaltali það sem af er júlímánuð og um 30% hærra verð en meðalverð í maí og júní.
Meðalverð það sem af er júlí er 449,78 krónur á kíló en var 417 krónur í júní og 416,6 krónur í maí.
Þegar skoðuð er staðan á ýsunni er aðeins eftir 2.590 tonn af þeim 51.119 tonna ýsukvóta sem úthlutaður var.
Verð á óslægðri ýsu á mörkuðum var í morgun 425,6 krónur sem er innan meðaltals undanfarinna daga. Ýsan hefur ekki tekið kipp á mörkuðum eins og þorskurinn en það skýrist líklega af því að mun meira var af ýsukvóta á yfirstandandi fiskveiðiári en á því síðasta þegar verð var aðeins hærra.
Ýsukvótinn verður enn meiri á komandi fiskveiðiári, sem hefst 1. september, og eru því líkur á að verð kunni að lækka.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |