Stöðvun strandveiða hefur haft veruleg áhrif á framboð hráefnis á fiskmörkuðum landsins og þar með haft neikvæðar afleiðingar fyrir rekstrarskilyrði fiskvinnslufyrirtækja sem ekki reka eigin útgerð. Þetta segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
„Sumarið er tími fiskvinnslu og þess vegna er þetta algjörlega afleitt. Það er mjög áberandi og mikil eftirspurn eftir fiski á okkar viðskiptamörkuðum. Okkar afstaða hefur verið mjög skýr varðandi strandveiðarnar, þær hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á hráefnisframboð að sumri til þegar mörg stærri fyrirtæki eru lokuð,“ útskýrir Arnar.
Strandveiðarnar voru stöðvaðar 12. júlí síðastliðinn eftir að aflaheimildirnar sem veiðunum voru ætlaðar kláruðust. Frá og með þeim degi fram að 18. júlí voru aðeins seld 34,5 tonn af slægðum þorski á fiskmörkuðum, en á sama tímabili í fyrra voru seld 907,6 tonn og 742,9 tonn árið 2021.
Arnar sakar stjórnvöld um að hafa brugðist skyldu sína til að tryggja fjögurra mánaða strandveiðitímabil.
Hefur þetta kallað á uppsagnir? „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst bein áhrif á afkomu þessara fyrirtækja, þau geta ekki hrist af sér starfsfólk bara si svona. Fyrirtækin biðu og vonuðu að það yrði bætt við strandveiðikvótann, margir voru þeirrar skoðunar að að ósekju hefði það verið hægt þó ráðherra starfi eftir gildandi lögum.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |